Íslenska – 8
Teymingarhjálpin er með rennivörn, sem þýðir að jafnvel þótt
teymingarhjálpin sé notuð hemlar drifið í nokkrar sekúndur
til að koma í veg fyrir að hjólið renni aftur á bak og ýmist er
ekki hægt að ýta rafhjólinu aftur á bak eða þá einungis með
erfiðismunum.
Slökkt er á rennivörninni um leið og ýtt er á hnappinn til að
auka stuðning +/hjólaljós (6).
Virkni teymingarhjálparinnar fer eftir reglum í hverju landi
fyrir sig og getur hún því ýmist verið með öðrum hætti en lýst
er hér að ofan eða óvirk.
Kveikt/slökkt á brekkuhjálp
Brekkuhjálpin auðveldar þér að taka af stað í brekku.
Til að ræsa brekkuhjálpina skaltu setja fótinn á fótstigið
þannig að rafhjólið greini að þú viljir hjóla af stað. Haltu síðan
hnappinum fyrir brekkuhjálpina (8) inni í meira en
1 sekúndu.
Athugaðu: Gera verður þetta í réttri röð til að kveikja á
brekkuhjálpinni. Ef fyrst er ýtt á hnappinn fyrir
brekkuhjálpina (8) og fóturinn síðan settur á fótstigið kveikir
það á teymingarhjálpinni.
Þegar búið er að kveikja á brekkuhjálpinni skal sleppa
hnappinum fyrir brekkuhjálpina (8) aftur. Þegar hjólað hefur
verið af stað með öruggum hætti slekkur brekkuhjálpin
sjálfkrafa á sér og þú heldur ferðinni áfram með innstilltri
akstursstillingu. Auk þess er alltaf hægt að stöðva
brekkuhjálpina með því að taka fótinn af fótstiginu.
Að því loknu er hægt að kveikja aftur á brekkuhjálpinni með
því að setja fótinn aftur á fótstigið innan 10 sekúndna. Þetta
er gefið til kynna á skjánum. Ekki þarf að ýta aftur á hnappinn
fyrir brekkuhjálpina (8). Ef ýtt er á hnappinn fyrir
brekkuhjálpina (8) innan 10 sekúndna er niðurtalningin
núllstillt einu sinni og þú hefur þá aftur 10 sekúndur til að
kveikja á brekkuhjálpinni.
Brekkuhjálpin er með rennivörn, sem þýðir að jafnvel þótt
brekkuhjálpin sé notuð hemlar drifið í nokkrar sekúndur til að
koma í veg fyrir að hjólið renni aftur á bak.
Virkni brekkuhjálparinnar fer eftir reglum í hverju landi fyrir
sig og getur hún því ýmist verið með öðrum hætti en lýst er
hér að ofan eða óvirk.
ABS – hemlalæsivörn (aukabúnaður)
Ef rafhjólið er búið ABS-kerfi frá Bosch sem tilheyrir
kynslóðinni the smart system logar ABS-táknið þegar
rafhjólið er sett í gang.
Þegar hjólað er af stað framkvæmir ABS-kerfið innri
virkniprófun og ABS-táknið slokknar.
Ef villa kemur upp logar ABS-táknið og tilkynning birtist á
stjórnbúnaðinum. Það þýðir að ABS-kerfið sé óvirkt. Hægt er
að staðfesta villuna með valhnappinum (7) og tilkynningin
um villu í ABS-kerfinu hverfur þá af skjánum. ABS-táknið
birtist í stöðustikunni og gefur áfram til kynna að slökkt sé á
ABS-kerfinu.
Nánari upplýsingar um ABS-kerfið og virkni þess er að finna í
notendahandbókinni fyrir ABS-kerfið.
0 275 007 3RK | (20.01.2025)
Tengst við farsíma
Til þess að hægt sé að nota eftirfarandi eiginleika rafhjólsins
þarf farsíma með appinu eBike Flow.
Tengst er við appið með Bluetooth®.
Kveiktu á rafhjólinu og bíddu þar til hreyfimyndin fyrir
ræsingu birtist. Ekki hjóla af stað.
Settu Bluetooth®-pörunina í gang með því að halda
hnappinum til að kveikja/slökkva (11) inni (> 3 sek.).
Slepptu hnappinum til að kveikja/slökkva (11) um leið og
staða pörunar er sýnd.
Staðfestu fyrirspurnina um tengingu í appinu.
Tenging Kiox 400C við Mini Remote/Mini Remote
Dropbar
Stjórnbúnaðurinn Kiox 400C og stjórnbúnaðurinn Mini
Remote/Mini Remote Dropbar eru tengdir saman með
Bluetooth®.
Kveiktu á rafhjólinu án þess að hjóla af stað.
Ef stjórnbúnaðurinn Mini Remote/Mini Remote Dropbar
hefur ekki verið tengdur við Kiox 400C hjá söluaðila skal
gera eftirfarandi:
1. Notaðu fyrst appið eBike Flow til að tengja farsímann
við Kiox 400C (sjá „Tengst við farsíma",
Bls. Íslenska – 8).
2. Í appinu skaltu velja eBike Flow <Settings> → <My
eBike> → <eBike pass> → <Components> → <Add
new device>. Veldu síðan <Mini Remote/Mini Remote
Dropbar>.
3. Mini Remote/Mini Remote Dropbar: Settu pörun í
gang með því að ýta á einhvern hnapp þar til pörun er
gefin til kynna með því að LED-gaumljósið blikkar í
bláum lit.
4. Fylgdu leiðbeiningunum í appinu eBike Flow.
Innan 30 sekúndna er gefið til kynna á stjórnbúnaðinum Mini
Remote/Mini Remote Dropbar að pörunin hafi tekist með
því að LED-gaumljósið blikkar 3× í grænum lit.
Ef ekki tekst á koma á tengingu blikkar LED-gaumljósið 3× í
rauðum lit. Endurtaka þarf ferlið.
Ef tengja á stjórnbúnaðinn Mini Remote/Mini Remote
Dropbar við Kiox 400C fyrir annað rafhjól skal gera
eftirfarandi:
1. Notaðu fyrst appið eBike Flow til að tengja farsímann
við Kiox 400C (sjá „Tengst við farsíma",
Bls. Íslenska – 8).
2. Í appinu skaltu velja eBike Flow <Settings> → <My
eBike> → <eBike pass> → <Components> → <Add
new device>. Veldu síðan <Mini Remote/Mini Remote
Dropbar>.
3. Mini Remote/Mini Remote Dropbar: Taktu
hnapparafhlöðuna úr stjórnbúnaðinum Mini Remote/
Mini Remote Dropbar og bíddu í að minnsta kosti
30 sekúndur. Settu hnapparafhlöðuna aftur í og bíddu
þar til LED-gaumljósið blikkar í grænum lit.
Bosch eBike Systems