hættulegan farm sé að ræða. Athugaðu einnig að frekari
reglur kunna að eiga við í hverju landi fyrir sig.
Ef spurningar koma upp varðandi flutning á rafhlöðunni skal
snúa sér til viðurkennds söluaðila reiðhjóla. Hjá söluaðilanum
er einnig hægt að panta viðeigandi umbúðir fyrir flutning.
Förgun og framleiðsluefni
Nálgast má upplýsingar um framleiðsluefni á eftirfarandi
vefslóð: www.bosch-ebike.com/en/material-compliance.
Skila skal rafhlöðu rafhjólsins, aukabúnaði og
umbúðum til endurvinnslu með
umhverfisvænum hætti.
Ekki má fleygja rafhlöðum rafhjóla með
venjulegu heimilissorpi!
Áður en rafhlöðum rafhjóla er fleygt skal setja límband yfir
tengi þeirra.
Skila má gömlum eða biluðum rafhlöðum rafhjóla til
viðkomandi söluaðila án endurgjalds og mun söluaðilinn þá
sjá um að skila þeim til endurvinnslu. Geyma skal bilaðar
rafhlöður rafhjóla á öruggum stað utandyra og gera söluaðila
viðvart. Ef rafhlöður rafhjóla eru mikið skemmdar má ekki
taka um þær með berum höndum, þar sem rafvökvi getur
lekið úr þeim og valdið ertingu í húð.
Flokka verður úr sér gengin raftæki (samkvæmt
Evróputilskipun 2012/19/EU) og bilaðar eða úr
sér gengnar rafhlöður/hleðslurafhlöður
(samkvæmt Evróputilskipun 2006/66/EC)
sérstaklega og skila þeim til endurvinnslu með
umhverfisvænum hætti.
Litíumjónarafhlöður:
Sjá upplýsingar í kaflanum "Flutningur" (sjá
„Flutningur", Bls. Íslenska – 6).
Skila skal úr sér gengnum rafhlöðum fyrir rafhjól til
viðurkennds söluaðila reiðhjóla.
Breytingar áskildar.
Bosch eBike Systems
Íslenska – 7
0 275 007 3PX | (08.02.2024)