30 sekúndur. Settu hnapparafhlöðuna aftur í og bíddu
þar til LED-gaumljósið (3) blikkar í grænum lit.
4. Innan næstu 10 sekúndna skaltu síðan halda hnappinum
til að minnka stuðning –/ teymingarhjálp (6) inni í
5 sekúndur.
Pörunin er gefin til kynna með því að LED-gaumljósið (3)
blikkar í bláum lit í 30 sekúndur.
5. Fylgdu leiðbeiningunum í appinu eBike Flow.
Innan 30 sekúndna er gefið til kynna á stjórnbúnaðinum
Mini Remote/Mini Remote Dropbar að pörunin hafi
tekist með því að LED-gaumljósið (3) blikkar 3× í
grænum lit. Ef ekki tekst á koma á tengingu blikkar LED-
gaumljósið (3) 3× í rauðum lit. Endurtaka þarf ferlið.
Villuboð
Stjórntölvan gefur til kynna þegar alvarlegar eða minniháttar
villur koma upp í rafhjólinu.
Hægt er að lesa villuboðin frá rafhjólinu í appinu eBike Flow
eða hjá söluaðila.
Með tengli í appinu eBike Flow er hægt að nálgast
upplýsingar um villuna og fá aðstoð við að lagfæra hana.
Minniháttar villur
Minniháttar villur eru gefnar til kynna með því að ljósið fyrir
akstursstillingu (10) blikkar í appelsínugulum lit og logar
síðan stöðugt. Ýttu á valhnappinn (5) á stjórnbúnaðinum
Mini Remote/Mini Remote Dropbar (1) eða á
stillingarhnappinn (14) á stjórnbúnaðinum System
Controller (2) til að staðfesta villuna. Ljósið fyrir
akstursstillingu (10) logar aftur stöðugt í lit
akstursstillingarinnar sem stillt er á.
Með hjálp eftirfarandi töflu getur notandi reynt að lagfæra
villuna á eigin spýtur. Annars skal leita aðstoðar hjá
söluaðila.
Númer
Villa lagfærð
523005
Villunúmerin gefa til kynna að orðið hafa
truflanir við greiningu skynjara á segulsviði.
514001
Athugaðu hvort segullinn hefur glatast á
514002
ferð.
514003
Ef notaður er segulskynjari skal athuga hvort
514006
skynjarinn og segullinn hafa verið settir upp
á réttan hátt. Einnig skal ganga úr skugga um
að snúran til skynjarans sé óskemmd.
Ef notaður er gjarðarsegull skal gæta þess að
ekki séu truflandi segulsvið nálægt
drifeiningunni.
680007
Villunúmerin gefa til kynna að hitastig
rafhlöðu rafhjólsins er utan leyfilegra marka.
680009
Hætt er að hlaða rafhlöðu rafhjólsins.
680012
Haldið er áfram með hleðsluna þegar
680014
hitastigið er aftur innan leyfilegra marka.
680016
680017
Bosch eBike Systems
Alvarlegar villur
Alvarlegar villur eru gefnar til kynna með því að ljósið fyrir
akstursstillingu (10) og hleðsluvísirinn fyrir rafhlöðu
rafhjólsins (13) blikka í rauðum lit og loga síðan stöðugt.
Þegar alvarleg villa kemur upp skal fylgja leiðbeiningunum í
töflunni hér fyrir neðan.
Númer
Leiðbeiningar
6A0004
Fjarlægðu PowerMore-rafhlöðuna og
endurræstu rafhjólið.
Ef vandamálið er áfram fyrir hendi skaltu
snúa þér til söluaðila.
890000
– Staðfestu villukóðann.
– Endurræstu rafhjólskerfið.
Ef vandamálið er áfram fyrir hendi:
– Staðfestu villukóðann.
– Framkvæmdu hugbúnaðaruppfærslu.
– Endurræstu rafhjólskerfið.
Ef vandamálið er áfram fyrir hendi:
– Snúðu þér til söluaðila fyrir Bosch eBike
Systems.
Viðhald og þjónusta
Viðhald og þrif
Ekki má þrífa stjórntölvuna með háþrýstidælu.
Halda skal stjórntölvunni hreinni. Óhreinindi geta leitt til
þess að greining á birtustigi virki ekki rétt.
Við þrif á stjórntölvunni skal eingöngu nota mjúkan klút sem
hefur verið vættur með vatni. Ekki má nota hreinsiefni.
Láta verður viðurkenndan söluaðila reiðhjóla annast
u
allar viðgerðir.
Athugaðu: Þegar farið er með rafhjólið í viðhaldsskoðun hjá
söluaðila er mælt með því að gera <Lock & Alarm> óvirkan.
Notendaþjónusta og ráðleggingar um notkun
Ef óskað er upplýsinga um rafhjólið og hluta þess skal snúa
sér til viðurkennds söluaðila reiðhjóla.
Finna má samskiptaupplýsingar fyrir viðurkennda söluaðila
reiðhjóla á vefsíðunni www.bosch-ebike.com.
Nánari upplýsingar um hluta rafhjólsins og
virkni þeirra er að finna í Bosch eBike Help
Center.
Förgun og framleiðsluefni
Nálgast má upplýsingar um framleiðsluefni á eftirfarandi
vefslóð: www.bosch-ebike.com/en/material-compliance.
Ekki má fleygja rafhjólum og íhlutum þeirra með venjulegu
heimilissorpi!
Hægt er að skila tækinu til söluaðila ef hann býður upp á slíkt
eða ber lagaleg skylda til þess. Fara skal eftir gildandi lögum
og reglum hvað þetta varðar.
Íslenska – 7
0 275 007 3RC | (20.02.2024)