Íslenska – 4
Þegar kveikt er á rafhlöðu rafhjólsins sýna ljósdíóðurnar
fimm í hleðsluvísinum (6) hversu mikil hleðsla er á henni.
Hver ljósdíóða jafngildir þá u.þ.b. 20 % hleðslugetu. Þegar
rafhlaða rafhjólsins er fullhlaðin loga allar fimm
ljósdíóðurnar.
Þegar kveikt er á rafhlöðu rafhjólsins kemur hleðslustaðan
einnig fram á skjá hjólatölvunnar. Hvað þetta varðar skal lesa
notendahandbók drifeiningarinnar og hjólatölvunnar og fara
eftir því sem þar kemur fram.
Þegar hleðslan á rafhlöðu rafhjólsins er komin niður fyrir
10 % blikkar síðasta ljósdíóðan.
Þegar búið er að hlaða skal taka rafhlöðu rafhjólsins úr
sambandi við hleðslutækið og taka hleðslutækið úr sambandi
við rafmagn.
Rafhlaðan sett í rafhjólið og tekin úr því
Slökkva verður á rafhlöðunni og rafhjólinu áður en
u
rafhlaðan er sett í festinguna eða tekin úr henni.
Þegar búið er að setja rafhlöðuna í skal ganga úr
u
skugga um að hún hafi verið sett rétt í og sé vel fest.
PowerTube-rafhlaða (Pivot) tekin úr (sjá mynd A)
❶ Til að taka PowerTube-rafhlöðuna (4) úr skal opna
rafhlöðulásinn (2) með lyklinum (1). Rafhlaðan er
tekin úr lás og fellur í hölduna (8).
Athugaðu: Gæta verður þess að styðja við rafhlöðuna með
hendinni þegar hún er tekin úr.
❷ Haltu rafhlöðunni fastri og ýttu á hölduna (8) ofan frá.
Rafhlaðan er þá tekin alveg úr lás og fellur niður í hönd
þína. Dragðu rafhlöðuna síðan úr stellinu.
Athugaðu: Vegna mismunandi byggingarlags og útfærslna
getur verið að fara þurfi öðruvísi að þegar rafhlaðan er sett í
og tekin úr. Sjá notendahandbók framleiðanda rafhjólsins
hvað þetta varðar.
PowerTube-rafhlaða (Pivot) sett í (PT500/625/750)
(sjá mynd B)
Til þess að hægt sé að setja rafhlöðuna í þarf lykillinn (1) að
vera í rafhlöðulásnum (2) og rafhlöðulásinn má ekki vera
læstur.
❶ Settu PowerTube-rafhlöðuna (4) í þannig að tengin
snúi að neðri festingunni á stellinu.
❷ Haltu rafhlöðulásnum opnum með lyklinum og ýttu
rafhlöðunni upp þar til haldan (8) styður við hana.
❸ Slepptu lyklinum og ýttu rafhlöðunni upp þar til heyrist
að hún skorðast.
❹ Læstu rafhlöðunni alltaf með rafhlöðulásnum (2) því
annars getur rafhlöðulásinn opnast og rafhlaðan fallið
úr festingunni.
Þegar búið er að læsa skal alltaf taka lykilinn (1) úr
rafhlöðulásnum (2). Þannig er komið í veg fyrir að lykillinn
geti fallið úr eða að óviðkomandi aðilar geti tekið rafhlöðuna
úr rafhjólinu þegar því er lagt.
0 275 007 3PX | (08.02.2024)
PowerTube-rafhlaða (Pivot) sett í (PT600/800)
(sjá mynd C)
Til þess að hægt sé að setja rafhlöðuna í þarf að taka
lykilinn (1) úr rafhlöðulásnum (2).
❶ Settu PowerTube-rafhlöðuna (4) í þannig að tengin
snúi að neðri festingunni á stellinu.
❷ Ýttu rafhlöðunni upp þar til það heyrist að hún skorðast
og haldan (8) styður við hana.
❸ Ýttu rafhlöðunni síðan alla leið inn í festinguna þannig
að það heyrist að hún skorðast.
Athugaðu: Vegna mismunandi byggingarlags og útfærslna
getur verið að fara þurfi öðruvísi að þegar rafhlaðan er sett í
og tekin úr. Sjá notendahandbók framleiðanda rafhjólsins
hvað þetta varðar.
PowerTube-rafhlaða (Axial) tekin úr
(aðeins PT500/625/750) (sjá mynd D)
❶ Til að taka PowerTube-rafhlöðuna (12) úr skal opna
rafhlöðulásinn (2) með lyklinum (1) og taka lykilinn (1)
úr.
❷ Notaðu toglykkjuna (10) til að draga rafhlöðuna (12)
úr stellinu og haltu við hana svo hún falli ekki úr
stellinu.
Athugaðu: Vegna mismunandi byggingarlags og útfærslna
getur verið að fara þurfi öðruvísi að þegar rafhlaðan er sett í
og tekin úr. Sjá notendahandbók framleiðanda rafhjólsins
hvað þetta varðar.
PowerTube-rafhlaða (Axial) sett í
(aðeins PT500/625/750) (sjá mynd E)
Til þess að hægt sé að setja rafhlöðuna í þarf að vera búið að
færa læsinguna (9) til hliðar. Lykillinn (1) má þá ekki vera í
rafhlöðulásnum (2).
❶ Til að setja PowerTube-rafhlöðuna í skal snúa
innstungunni fyrir hleðsluklóna (5) upp og skorða
rafhlöðuna þannig í stellinu. Gæta verður þess að
rafhlaðan snúi rétt.
❷ Lokaðu læsingunni (9), stingdu lyklinum (1) í
rafhlöðulásinn (2) og læstu rafhlöðunni. Gættu þess að
festikrækjan (3) á opi stýrisporsins (11) krækist rétt í.
Annars er hætta á að rafhlaðan falli af hjólinu á ferð.
Þegar búið er að læsa skal alltaf taka lykilinn (1) úr
rafhlöðulásnum (2). Þannig er komið í veg fyrir að lykillinn
geti fallið úr eða að óviðkomandi aðilar geti tekið rafhlöðuna
úr rafhjólinu þegar því er lagt.
CompactTube-rafhlaða (innbyggð)
Rafhlöður sem eru innbyggðar í stell rafhjólsins má ekki taka
úr nema þegar um bilun er að ræða. Snúa skal sér til
viðurkennds söluaðila reiðhjóla vegna þessa.
CompactTube-rafhlaða (Pivot) tekin úr (sjá mynd F)
❶ Til að taka CompactTube-rafhlöðuna (20) úr skal opna
rafhlöðulásinn (2) með lyklinum (1) eða ýta á
aflæsingarbúnaðinn (24) með hentugu verkfæri sem er
ekki oddhvasst (t.d. sexkanti). Rafhlaðan er tekin úr lás
og fellur í hölduna (22).
Bosch eBike Systems