Íslenska – 4
Type-C®-snúru til að hlaða með ferðarafhlöðu eða USB-
hleðslutæki.
Hleðsla ytri tækja
Hleðslutengið (10) er einnig ætlað til að hlaða samhæf tæki.
Athugaðu: Allt eftir samsetningu íhluta á rafhjólinu getur
verið að hleðsla sé ekki í boði eða aðeins að takmörkuðu
leyti.
Til þess skal kveikja á rafhjólinu, taka hettuna (9) af
hleðslutenginu (10) og setja tækið í samband.
Þegar hjólið er á ferð getur USB Type-C®-snúran
u
flækst í framhjólinu. Það getur leitt til slysa með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Áður en hjólað er af stað
skal ganga úr skugga um að allar snúrur séu vel
frágengnar.
Gæta skal að eftirfarandi þegar hlaðið er:
– Aðeins skal hlaða í þurru umhverfi.
– Aðeins má hlaða eitt tæki í einu.
– Athuga skal hvort hleðslutengið er hreint áður en tækinu
er stungið í samband.
– Ganga skal úr skugga um að tækið sé í samræmi við
tilgreind gildi (rafstraum og rafspennu).
– Tengd tæki geta haft áhrif á drægi, allt eftir hleðsluaflinu
hverju sinni.
– Þegar ekki er verið að hlaða ytri tæki skal alltaf setja
hettuna (9) á hleðslutengið (10) til að koma í veg fyrir að
ryk og raki geti borist inn í það.
Rafmagnstenging stjórntölvunnar (Mini Remote/
Mini Remote Dropbar)
Stjórntölvunni Mini Remote/Mini Remote Dropbar er séð
fyrir rafmagni með CR1620-hnapparafhlöðu.
Skipt um hnapparafhlöðu (Mini Remote/Mini
Remote Dropbar) (sjá mynd A)
Þegar lítið er eftir á hnapparafhlöðunni í
stjórnbúnaðinum Mini Remote/Mini Remote Dropbar (1)
blikkar LED-gaumljósið (5) í appelsínugulum lit.
Til að skipta um hnapparafhlöðuna skal losa festiskrúfuna
fyrir festinguna (4) með sexkanti (3 mm) og taka
stjórnbúnaðinn Mini Remote/Mini Remote Dropbar af
stýrinu.
Opnaðu málmkrækjuna (16) með stjörnuskrúfjárni og taktu
rafhlöðulokið (17) úr.
Taktu gömlu hnapparafhlöðuna úr og settu nýja rafhlöðu af
gerðinni CR1620 í rafhlöðuhólfið með áletrunina upp. Ef
hnapparafhlaðan hefur verið sett rétt í blikkar LED-
gaumljósið (5) í grænum lit.
Lokaðu rafhlöðuhólfinu með rafhlöðulokinu (17). Athugaðu
hvort rafhlöðulokið (17) hefur verið sett rétt í til að tryggja
að rafhlöðuhólfið sé þétt.
Lokaðu málmkrækjunni (16) aftur með því að herða
festiskrúfuna fyrir málmkrækjuna (18) varlega (0,15 Nm).
Festu síðan stjórnbúnaðinn Mini Remote/Mini Remote
Dropbar á stýrið.
0 275 007 3RK | (20.01.2025)
Athugaðu: Hertu festiskrúfuna fyrir festinguna (4) varlega
(0,6 Nm).
Athugaðu: Tengingin við Kiox 400C rofnar ekki við það að
skipt sé um hnapparafhlöðu.
Kveikt og slökkt á rafhjólinu
Kveikt er á rafhjólinu með því að ýta á hnappinn til að
kveikja/slökkva (11) á stjórnbúnaðinum Kiox 400C. Þegar
hreyfimyndin fyrir ræsingu er búin að birtast er rafhjólið
tilbúið til notkunar.
Birtustiginu á skjánum er stjórnað með birtuskynjaranum
(13). Verður því að gæta þess að ekkert sé fyrir
birtuskynjaranum (13).
Kveikt er á drifinu um leið og stigið er á fótstigið (nema þegar
stillt er á akstursstillinguna OFF). Afl drifsins fer eftir því
hvaða akstursstillingu er stillt á.
Við venjulega notkun er slökkt á stuðningi frá drifinu um leið
og hætt er að stíga á fótstigið eða um leið og hraðinn nær 25
km/h. Kveikt er sjálfkrafa aftur á drifinu um leið og stigið er á
fótstigið og hraðinn fer niður fyrir 25 km/h.
Slökkt er á rafhjólinu með því að ýta stuttlega (< 3 sek.) á
hnappinn til að kveikja/slökkva (11).
Ef ekki er óskað eftir afli frá drifinu í 10 mínútur (t.d. vegna
þess að rafhjólið er kyrrstætt) og ekki er ýtt á hnapp slekkur
rafhjólið sjálfkrafa á sér.
Notkun
Upplýsingar um virkni hnappanna á stjórnbúnaðinum
Kiox 400C og á stjórnbúnaðinum Mini Remote/Mini
Remote Dropbar koma fram í eftirfarandi yfirliti.
Valhnappurinn gegnir tvenns konar hlutverki eftir því hversu
lengi honum er haldið inni.
Stuðningur aukinn (ýtt < 1 sek.)
Stuðningur minnkaður (haldið inni > 1 sek.)
Val staðfest/flett til hægri (ýtt < 1 sek.)
Flýtivalmynd opnuð (haldið inni > 1 sek.)
Bosch eBike Systems