Notkun
Búnaðurinn tekinn í notkun
Hleðslutækið tengt við rafmagn (sjá mynd A)
Gæta skal að veituspennunni! Spenna aflgjafans verður
u
að vera í samræmi við það sem kemur fram á
upplýsingaplötu hleðslutækisins. Hleðslutæki sem merkt
eru með 230 V er einnig hægt að nota með 220 V.
Stingdu klónni (3) á rafmagnssnúrunni í innstunguna (2) á
hleðslutækinu.
Stingdu rafmagnssnúrunni (fer eftir landi) í samband við
rafmagn.
Hleðsla á rafhlöðu sem tekin hefur verið úr rafhjóli
(sjá mynd B)
Slökktu á rafhlöðunni og taktu hana úr festingunni á
rafhjólinu. Hvað þetta varðar skal lesa notendahandbók
rafhlöðunnar og fara eftir því sem þar kemur fram.
Ekki má setja rafhlöðu rafhjólsins niður á óhreina fleti.
u
Forðast skal að bleyta og óhreinindi á borð við sand eða
mold komist inn í hleðslutengið og á tengi.
Stingdu hleðslukló (5) hleðslutækisins í hleðslutengið (6) á
rafhlöðunni.
Rafhlaða hlaðin á rafhjóli (sjá myndir C−E)
Hreinsaðu lokið yfir hleðslutenginu (10). Forðast skal að
bleyta og óhreinindi á borð við sand eða mold komist inn í
hleðslutengið og á tengi. Þetta á sérstaklega við um
innbyggðar rafhlöður.
Taktu lokið frá hleðslutenginu (10) og stingdu
hleðsluklónni (5) í hleðslutengið (6).
Hleðslutækið hitnar meðan á hleðslu stendur og af því
u
getur stafað eldhætta. Þegar rafhlöður eru hlaðnar á
rafhjólinu verða þær að vera þurrar og á eldtraustum
stað. Hvað þetta varðar skal lesa notendahandbók
rafhlöðunnar og fara eftir því sem þar kemur fram.
Hleðsla
Byrjað er að hlaða um leið og búið er að tengja hleðslutækið
við rafmagn og við rafhlöðuna eða hleðslutengið á rafhjólinu.
Athugaðu: Ekki er hægt að hlaða nema að hitastig
rafhlöðunnar sé innan leyfilegra marka fyrir hleðslu.
Athugaðu: Slökkt er á drifeiningunni meðan á hleðslu
stendur.
Hægt er að hlaða rafhlöðu rafhjólsins bæði með og án
hjólatölvu. Ef hjólatölva er ekki fyrir hendi er hægt að fylgjast
með hleðslunni á hleðsluvísinum (9) og mögulega einnig á
stjórnbúnaðinum.
Hleðslustaðan er gefin til kynna með hleðsluvísinum (9) á
rafhlöðunni, á stjórnbúnaðinum og á hjólatölvunni ef hún er
fyrir hendi.
Meðan á hleðslu stendur loga ljósdíóður hleðsluvísisins (9) á
rafhlöðunni. Hver ljósdíóða sem logar samsvarar u.þ.b. 20 %
hleðslu. Blikkandi ljósdíóða gefur til kynna að verið er að
hlaða næstu 20 %.
Þegar rafhlaðan er fullhlaðin slokknar á ljósdíóðunum og
slökkt er á hjólatölvunni. Hleðslunni er lokið. Hægt er að ýta á
Bosch eBike Systems
hnappinn til að kveikja/slökkva (8) á rafhlöðunni til að sýna
hleðslustöðuna í 5 sekúndur.
Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagn og taka
rafhlöðu rafhjólsins eða rafhjólið úr sambandi við
hleðslutækið.
Rafhjólið og rafhlaða rafhjólsins slökkva sjálfkrafa á sér þegar
búið er að taka úr sambandi við hleðslutækið.
Athugaðu: Þegar búið er að hlaða rafhlöðuna á rafhjólinu
skal loka hleðslutenginu (6) vandlega með lokinu (10) til að
koma í veg fyrir að óhreinindi eða vatn geti borist inn í það.
Ef hleðslutækið er ekki tekið úr sambandi við rafhlöðuna að
lokinni hleðslu kveikir það aftur á sér eftir nokkrar
klukkustundir, athugar hleðsluna á rafhlöðunni og byrjar
aftur að hlaða ef þess þarf.
Tvær rafhlöður fyrir rafhjól notaðar á sama rafhjóli
(aukabúnaður)
Rafhjól getur einnig komið frá framleiðanda með tveimur
rafhlöðum.
Ef nota á rafhjól sem er ætlað fyrir tvær rafhlöður með aðeins
einni rafhlöðu skal setja lokið yfir snerturnar á lausa tenginu
til að verja þær fyrir tæringu og óhreinindum. Ef spurningar
koma upp eða ef óskað er frekari upplýsinga skal snúa sér til
viðurkennds söluaðila reiðhjóla.
Hleðsla þegar notaðar eru tvær rafhlöður á rafhjólinu
Ef tvær rafhlöður eru á rafhjólinu er hægt að hlaða báðar
rafhlöðurnar með hleðslutenginu. Fyrst er rafhlaðan sem
minni hleðsla er á hlaðin þannig að jafnmikil hleðsla sé á
báðum rafhlöðunum. Síðan eru báðar rafhlöðurnar hlaðnar
að fullu.
Einnig er hægt að hlaða hvora rafhlöðuna fyrir sig með því að
taka þær úr festingunum (þetta á ekki við um innbyggðar
rafhlöður).
Þegar PowerMore-rafhlaða er sett í er snúra PowerMore-
rafhlöðunnar tengd við hleðslutengið. Hlaða skal eina
rafhlöðu í einu.
Íslenska – 3
0 275 007 3CX | (31.01.2024)