leið og töfrasnuddunni er stungið í munn hennar og snúið. Hægt er að opna og loka augum hennar
með snuddunni, sama í hvaða stöðu BABY born-dúkkan er.
Augnmyndir á snuddunni: (Mynd 10)
10.1 - Ef myndin „opin augu" snýr upp, opnast augun.
10.2 - Ef myndin „lokuð augu" snýr upp, lokast augun.
Þessi vara inniheldur segla sem börn ná ekki til.
Öryggi viðskiptavina okkar er okkur mjög mikilvægt. Athugið að þessi vara inniheldur einn eða
fleiri segla.
Tryggið að ekki sé hægt að innbyrða seglana á neinn hátt. Þetta getur gerst ef seglar losna úr
hlutnum eða verða aðgengilegir vegna skemmda.
Kannið reglulega hvort hluturinn hafi orðið fyrir skemmdum og skiptið honum út ef nauðsyn
krefur. Hafi hluturinn skemmst skal geyma hann þar sem börn ná ekki til.
Seglar sem fara saman inni í mannslíkamanum geta valdið alvarlegum innvortis meiðslum. Ef slíkt
gerist skal leita læknis tafarlaust!
Geymið segla ævinlega þar sem börn ná ekki til.
11. Leiðbeiningar um hreinsun: (Mynd 11)
Fullorðinn aðili þarf að sjá um hreinsun.
Ef BABY born Nukk -dúkkan verður óhrein má þrífa ytra byrði hennar með rökum klút. Það er
auðveldara að þrífa hana með volgu sápuvatni.
Þrífa þarf tafarlaust slöngukerfi BABY born Nukk eftir að dúkkan hefur verið böðuð eða henni gefið.
Ef dúkkan er ekki þrifin geta leifar af baðvatni, klórvatni, saltvatni eða mat stíflað slöngurnar og
geymana inni í henni.
Vatn ætti einnig að fjarlægja innan úr dúkkunni. Ferlinu við þetta er lýst í nr. 7 „Ég þorna hraðar"
og fylgið leiðbeiningum um þurrkun í nr. 12.
Ef dúkkan er notuð til lengri tíma án þess að vera þrifin er hætta á að mygla myndist.
Setijð volgt vatn og mildan uppþvottalög í pelann svo hægt sé að þrífa BABY born Nukk -dúkkuna
rétt. Beinið pelanum niður og setjið hálfa vegu upp í munn dúkkunnar (ef pelanum er ýtt að aftasta
hluta munnsins mun skolvatnið fara í rangan geymi. BABY born Nukk -dúkkuna vel til að fjarlægja
leifar að innanverðu eftir að pelinn hefur verið tæmdur. Setjið síðan BABY born Nukk -dúkkuna á
koppinn og ýtið það lengi á magahnappinn að allt innihald hennar renni út.
Endurtakið ferlið nokkrum sinnum og skolið svo að minnsta kosti tvisvar sinnum með fersku, hreinu
vatni.
Haldið áfram þar til skolvatnið sem kemur úr dúkkunni er alveg tært. Eftir hreinsun skal setja BABY
born Nukk -dúkkuna á koppinn í um 15 mínútur til að tryggja að allt vatn hafi runnið út.
Mikilvægt:
Til að koma í veg fyrir að mygla myndist og hindra myglubletti skal hreinsa dúkkuna með þynntri
edikblöndu eftir þrifin með uppþvottaleginum. Þetta er gert með því að blanda skvettu af ediki
sem fæst í almennum verslunum við volgt vatn. Endurtakið hreinsiaðferðina sem lýst er hér að
framan með edikblöndunni. Endurtekið loks hreinsiferlið með fersku vatni að minnsta kosti tvisvar.
12. Leiðbeiningar um þurrkun: (Mynd 12)
Leggið BABY born Nukk -dúkkuna á bakið og setjið handleggina upp (Mynd 12) til að þurrka hana.
Kreistið handleggina mörgum sinnum til að tæma vatnið úr handleggjum hennar. Endurtakið
nokkrum sinnum ef þörf krefur.
Látið nú dúkkuna standa upprétta. Ef eitthvað vatn er eftir í líkamanum rennur það út um götin tvö
neðst á líkamanum. Ef vatn er eftir í fótleggjunum rennur það út um götin tvö á iljunum.
Hægt er að athuga hvort vatn sé eftir í höndum, fótum eða líkama dúkkunnar með því að hrista
hana aðeins. Endurtakið ferlið hér að ofan nokkrum sinnum til að tæma dúkkuna alveg.
Þurrkferkið verður hraðara ef vinstri fótleggur dúkkunnar er tekinn af. Þetta er gert með því að gera
það sem lýst er í nr. 7 „Ég þorna hraðar".
86