Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

3M DBI-SALA Nano-Lok XL Bedienungsanleitung Seite 112

Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 38
1.0 NOTKUN
1.1
TILGANGUR: 3M Sjálfinndraganlegur búnaðurs (SRDs) er hannaður til að vera hluti af persónulegu fallstöðvunarkerfi
(PFAS). Mynd 1 sýnir þann SRD-búnað (sjálfsinndraganlegan búnað) sem þessi notendahandbók nær yfir, og hefðbundna
uppsetningu búnaðarins. Búnaðurinn getur verið notaður við flestar aðstæður þar sem þörf er á hreyfanleika starfsmanna
og fallvörn (t.d. skoðunarvinnu, almenna byggingavinnu, viðhaldsvinnu, olíuvinnslu, vinnu í lokuðu rými o.s.frv.).
1.2
STAÐLAR: Þessi SRD-búnaður (dragreipi) er í samræmi við innlenda og svæðisbundna staðla eða staðla sem finna
má á forsíðu þessara leiðbeininga. Ef þessi vara er endurseld utan upprunalandsins skal endursöluaðilinn veita þessar
leiðbeiningar á tungumáli landsins þar sem varan verður notuð.
1.3
ÞJÁLFUN: Þessi búnaður er ætlaður til notkunar af aðilum sem hafa hlotið þjálfun í réttri notkun hans. Það er á ábyrgð notanda að
tryggja að þeir þekki þessar leiðbeiningar og hafi fengið þjálfun í réttri umhirðu og notkun þessa búnaðar. Notendur verða einnig að
skilja eiginleika búnaðarins við notkun, takmarkanir hans, og hvaða afleiðingar það getur haft að nota hann á rangan hátt.
1.4
TAKMARKANIR: Ávallt skal hafa í huga eftirfarandi takmarkanir við uppsetningu eða notkun þessa búnaðar:
Afkastageta: Þessi SRD-búnaður hefur verið samræmisprófaður til notkunar af einum einstaklingi með samanlagða
þyngd (fatnaður, verkfæri o.s.frv.) á bilinu 59 kg (130 pund) til 140 kg (310 pund).
sé með næga getu til að mæta þeirri notkun sem fyrirhuguð er.
FESTINGAR: Festing SRD-búnaðarins verður að geta þolað álag allt að 12 kN (1348 kg/2.697 pund).
Festingarbúnaður verður að uppfylla staðalinn EN795.
Láshraði: Forðast skal aðstæður sem leyfa ekki greiða og óhindraða fallleið. Ef unnið er í lokuðu eða þröngu rými
getur það orðið til þess að líkaminn nái ekki fullnægjandi hraða sem veldur því að SRD læsist ef fall á sér stað. Ef
unnið er með efni sem hreyfist hægt, til dæmis sandur eða korn, kann ekki nægur hraði að myndast til að valda því
að SRD-búnaðurinn læsist. Greið leið er nauðsynleg til að tryggja jákvæða læsingu á SRD.
Frjálst fall: Rétt notkun SRD-búnaðar fyrir ofan höfuð dregur úr vegalengd í frjálsu falli. Fylgdu leiðbeiningunum hér að
neðan til að koma í veg fyrir aukna vegalengd í frjálsu falli:
Aldrei skal klemma, binda hnút á eða koma í veg fyrir að líflínan geti dregist saman eða strekkst.
Gætið þess að hafa engan slaka á líflínu SRD-búnaðarins.
Ekki má vinna í hæð sem er yfir hæð festingarinnar.
Ekki lengja SDR-búnaðinn með því að tengja dragreipi eða álíka íhlut án þess að ráðfæra þig við 3M.
Í töflu 1 í þessum leiðbeiningum má finna sértækar upplýsingar um frjálst fall og gildi fyrir fjarlægð frá hindrunum
við fall.
Sveiflufall: Sveiflufall á sér stað þegar festipunktur er ekki beint fyrir ofan þann punkt þar sem fall á sér stað.
Kraftur þess að lenda á hlut við sveiflufall getur valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða (sjá mynd 3A). Lágmarka
skal sveiflur með því að vinna eins beint fyrir neðan festipunktinn og mögulegt er (sjá mynd 3B). Að vinna langt frá
festipunktinum (mynd 3C) getur aukið hættuna á sveiflufalli og aukið það fjarlægðarsvæði sem þarf án hindrana við
fall (Fall Clearance – FC).
Fjarlægðarsvæði án hindrana við fall: Mynd 3B sýnir útreikninga á stærð fjarlægðarsvæðis án hindrana við fall.
Fjarlægðarsvæði án hindrana við fall (FC) er summan af frjálsu falli (Free Fall – FF), fjarlægð sem þarf til að hægja á falli
(Deceleration Distance – DD) og öryggisstuðli (Safety Factor – SF): FC = FF + DD + SF. D-hringurinn og teygjanleiki
líflínunnar eru innifalin í öryggisstuðlinum (SF). Gildi fyrir fjarlægðarsvæði án hindrana við fall hafa verið reiknuð út og eru
sett í töflu á mynd 4. Öryggisstuðull upp á 1 m (3,28 fet) var notaður fyrir öll gildi á mynd 4.
Myndir 3B og 3C sýna fjarlægð frá hindrunum við fall. Fyrir fall úr standandi stöðu þar sem SRD-búnaðurinn er festur
beint fyrir ofan (mynd 3B) ætti lágmarksfjarlægð frá hindrunum við fall fyrir fallstöðvunarkerfi með SRD-búnaði að
vera í samræmi við gildin sem gefin eru upp í töflu 1. Fyrir fall úr krjúpandi stöðu þarf að bæta 1 metra (3 fetum) við
fjarlægð frá hindrunum við fall. Við sveiflufall (mynd 3C) verður lóðrétt heildarfallvegalengd meiri en ef notandinn
hefði fallið beint fyrir neðan festingarpunktinn, og því kann að vera þörf á viðbótarfjarlægð frá hindrunum við fall.
Á mynd 4 og í meðfylgjandi töflu má sjá hámarksvinnuradíus (C) fyrir ólíka hæð festipunkta SRD-búnaðar (A) og
fjarlægð frá hindrunum við fall (B). Ráðlagt vinnusvæði takmarkast við svæðið innan hámarksvinnuradíuss.
Hætta: Notkun þessa búnaðar á svæðum með umhverfishættu getur krafist viðbótarráðstafana til að draga úr líkunum á meiðsli
á notendum eða skemmdir á búnaði. Hættur geta meðal annars verið: hár hiti, ætandi efni, ætandi umhverfi, háspennulínur,
sprengifimar eða eitraðar lofttegundir, vélbúnaður á hreyfingu eða efni fyrir ofan sem getur fallið á eða komist í snertingu við
notandann eða fallstöðvunarkerfið. Forðastu vinnu þar sem líflínan getur þverað eða flækst við líflínu annars starfsmanns.
Forðastu vinnu þar sem hlutur getur fallið eða lent á líflínunni, verður til þess að jafnvægi fer eða skemmir líflínuna. Ekki láta
líflínuna fara upp undir handarkrika eða á milli fóta.
SKARPAR BRÚNIR: Forðastu að vinna þar sem líflínan snertir eða nuggast við óvarðar skarpar brúnir. Þegar
óhjákvæmilegt er að línan komist í snertingu við skarpa brún, skal hylja brúnina með verndandi hulsu.
1 Afkastageta:
Þó að hámarksafkastageta CE-merkts SRD-búnaðar sé 140 kg (310 pund) er hámarkslyftigeta SRD-búnaðar með þriggja átta hífingarbúnaði
(e. 3-way retrieval) metin 135 kg (298 pund).
112
Tryggðu að allir íhlutar kerfisins
1

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis