Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

Bosch eBike ABS BAS3311 Originalbetriebsanleitung Seite 62

Vorschau ausblenden Andere Handbücher für eBike ABS BAS3311:
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 3
Íslenska – 4
viðgerðastandi). Þá er slökkt á ABS-kerfinu. Til þess að gera
ABS-kerfið virkt aftur skal stöðva rafhjólið og endurræsa það
(slökkva og kveikja aftur á því).
VARÚÐ – ekki er hægt að gefa villur í ABS-kerfinu til
u
kynna ef ABS-gaumljósið er í ólagi.
Þegar kveikt er á rafhjólinu verður að athuga hvort ABS-
gaumljósið logar, en ef svo er ekki gefur rafhjólið til kynna
alvarlega villu með rauðu blikkandi ljósi á
stjórnbúnaðinum. Skal þá snúa sér til söluaðila.
Hjólað með tóma rafhlöðu
Þegar hleðslan á rafhlöðu rafhjólsins fer niður fyrir tiltekin
mörk slekkur kerfið fyrst á drifstuðningnum. Hins vegar er
áfram kveikt á rafhjólinu, skjánum og/eða stjórnbúnaðinum,
ljósunum og ABS-kerfinu þar til varaaflið á rafhlöðunni er
einnig á þrotum. Ekki er slökkt á rafhjólinu og þar með ABS-
kerfinu fyrr en rafhlaðan er orðin alveg tóm.
Áður en slökkt er endanlega logar gaumljósið aftur í u.þ.b.
5 sekúndur.
Að þeim tíma liðnum er slökkt á ABS-gaumljósinu jafnvel þótt
ABS-kerfið sé ekki virkt. Ef ekki er rafhlaða í rafhjólinu eða
rafhlaðan er tóm er ABS-kerfið ekki virkt.
Áfram er hægt að nota bremsukerfið, því einungis ABS-kerfið
starfar ekki lengur.
Hlaða skal rafhlöðuna til þess að geta sett rafhjólið og þar
með ABS-kerfið aftur í gang.
VIÐVÖRUN – ABS-kerfið er ekki virkt nema að aflgjafi
u
sé fyrir hendi!
Ef rafmagnið fer af, rafhlaðan er tóm eða engin rafhlaða er
í hjólinu er ABS-kerfið ekki virkt og ABS-gaumljósið logar
ekki.
Viðhald og þjónusta
Viðhald og þrif
Viðhald og viðgerðir verða að fara fram á faglegan
u
hátt. Hlutum sem eru í ólagi má eingöngu skipta út
fyrir upprunalega varahluti.
Láta skal skoða rafhjólið að minnsta kosti einu sinni á ári
(m.a. vélbúnað þess og hvort kerfishugbúnaður er í nýjustu
útgáfu).
Láta skal viðurkenndan söluaðila reiðhjóla sjá um að
þjónusta rafhjólið og gera við það.
Ekki má þrífa neina hluta reiðhjólsins, þ.m.t. drifeininguna,
með því að dýfa þeim í vatn eða sprauta á þá vatni.
Notendaþjónusta og ráðleggingar um notkun
Ef óskað er upplýsinga um rafhjólið og hluta þess skal snúa
sér til viðurkennds söluaðila reiðhjóla.
Finna má samskiptaupplýsingar fyrir viðurkennda söluaðila
reiðhjóla á vefsíðunni www.bosch-ebike.com.
Förgun og framleiðsluefni
Nálgast má upplýsingar um framleiðsluefni á eftirfarandi
vefslóð: www.bosch-ebike.com/en/material-compliance.
0 275 008 3AS | (23.03.2023)
Ekki má fleygja rafhjólum og íhlutum þeirra með venjulegu
heimilissorpi!
Skila skal drifeiningunni, hjólatölvunni ásamt
stjórnbúnaðinum, rafhlöðu rafhjólsins,
hraðaskynjaranum, aukabúnaði og umbúðum til
endurvinnslu með umhverfisvænum hætti.
Notandi skal sjálfur ganga úr skugga um að
persónuupplýsingum hafi verið eytt úr tækinu.
Ef hægt er að taka rafhlöður úr raftækinu án þess að
eyðileggja þær skal taka þær úr og skila þeim til sérstakrar
söfnunarstöðvar fyrir rafhlöður áður en tækinu er fargað.
Flokka verður úr sér gengin raftæki (samkvæmt
Evróputilskipun 2012/19/EU) og bilaðar eða úr
sér gengnar rafhlöður/hleðslurafhlöður
(samkvæmt Evróputilskipun 2006/66/EC)
sérstaklega og skila þeim til endurvinnslu með
umhverfisvænum hætti.
Með því að flokka raftækin sérstaklega er stuðlað að því að
hægt sé að meðhöndla þau og endurnýta hráefni með
viðeigandi hætti og vernda þannig heilsu manna og
umhverfið.
Skila skal úr sér gengnum Bosch-búnaði fyrir rafhjól
endurgjaldslaust til viðurkennds söluaðila reiðhjóla eða
endurvinnslustöðvar.
Breytingar áskildar.
Bosch eBike Systems

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Diese Anleitung auch für:

Ebike abs bas3321

Inhaltsverzeichnis