Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

Kingstone 24787181 Aufbau- Und Bedienungsanleitung Seite 180

Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 1
GB-BAHAG KINGSTONE KAMADO ANLTG 2017 RZ
NOTKUN
FYRSTA NOTKUN - GRILLIÐ GRILLAÐ TIL
Það er mikilvægt að grilla grillið til, til að undirbúa langvarandi notkun og umhirðu.
Ef grillið er ekki grillað til getur það leitt til skemmda á grillinu. Ef grillið er hitað of mikið í upphafi getur það leitt til
skemmda á filtþéttinu ef það hefur ekki verið undirbúið.
Fyrsta notkun grillsins á að fara fram með eftirfarandi hætti: Settu grillkveiki eða kveikihjálparefni á föstu formi ásamt
lúku af viðarkolastykkjum á viðarkolaplötuna (6).
Opnaðu neðra loftopið og kveiktu í grillkveikinum með löngum kveikjara eða eldspýtu.
Ekki nota bensín, spritt, alkóhól eða önnur álíka efni til að kveikja upp eða kveikja aftur upp í grillinu.
Um leið og kviknað hefur í kolamolunum skaltu brenna grillið til með því að loka lokinu og loka báðum loftopunum
vandlega. Sjá leiðbeiningar um eldunarhitastig fyrir reykingu (83 °C - 108 °C / 180 °F - 225 °F).
Láttu loga í grillinu þangað til allt brennsluefnið er uppurið og eldurinn slokknar. Það ætti að taka um tvær klukkustundir.
Ekki setja of mikið brennsluefni í grillið.
Skoðaðu allar festingar eftir fyrstu notkun. Málmbandið sem festir lokið við neðri hlutann þenst út við hita og gæti losnað.
Við ráðleggjum þér að skoða það og herða með skiptilykli ef þörf krefur. Síðan getur þú notað keramik-viðarkolagrillið
með venjulegum hætti.
KVEIKING
Þegar þú notar keramik-viðarkolagrillið skaltu læsa báðum hjólunum þannig að grillið hreyfist ekki til og frá við notkun.
Tryggðu að keramik-grillið sé á aðgengilegu, flötu, sléttu, hitaþolnu yfirborði, sem ekki er eldfimt, og í fullnægjandi
fjarlægð frá eldfimum hlutum.
Settu keramik-viðarkolagrillið þannig upp að það sé að lágmarki 2 m fjarlægð fyrir ofan það og á hliðum frá næstu
hluti í umhverfinu.
1. Til að kveikja eld skaltu setja nokkra grillkveikimola eða kveikihjálparefni á föstu formi á viðarkolaplötuna (6) í
neðri hluta keramik-viðarkolagrillsins. Settu síðan tvær eða þrjár fullar lúkur af viðarkolamolum ofan á
grillkveikimolana. Hámarksefni af brennsluefni fyrir grillið er
12" max. 1,5 kg | 18" max. 4 kg | 21" max. 6 kg | 24" max. 8 kg
2. Ekki nota bensín, spritt, alkóhól eða önnur álíka efni til að kveikja upp eða kveikja aftur upp í grillinu.
3. Opnaðu neðra loftopið og kveiktu í grillkveikinum með löngum kveikjara eða eldspýtu.
Um leið og hann byrjar að brenna skaltu halda efra og neðra loftopinu opnum í um 10 mínútur til að
lag af heitri glóð myndist.
4. Láttu viðarkolin hitna og haltu þeim heitum í að lágmarki 30 mínútur áður en þú byrjar að elda á heitu
keramik-viðarkolagrillinu. Settu matvæli fyrst á grillið þegar brennsluefnið er hulið með öskulagi.
5. Við ráðleggjum þér að skara ekki í kolunum eða snúa þeim þegar það byrjar að loga í þeim.
Það tryggir jafnan og skilvirkan bruna á viðarkolunum.
6. Um leið og það logar í kolunum skaltu ávallt nota hitaþolna hanska ef þú þarft að snerta keramik- eða eldunaryfirborð.
Lestu handbókina til enda til að fá fullnægjandi og ítarlegar leiðbeiningar um eldunarhitastig þegar þú grillar.
180
18.10.17
11:08
Seite 180

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Diese Anleitung auch für:

2487151625585926248960872490091524790134

Inhaltsverzeichnis