Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

Hallde VCS-61 Bedienungsanleitung Seite 25

Vertikal kutter mixer
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 9
Notkunarleiðbeiningar
HÄLLDE VCS-61/62
(IS)
VARÚÐ!
Varið ykkur á beittum
hnífblöðunum (A6).
Stingið aldrei hendi eða fingrum
ofan í skálina (A7) eða í
mötunarrörið á lokinu (A3).
Gangið alltaf úr skugga um að
þéttingarhringurinn sé alltaf í
raufinni innan á lokinu (A4) þegar
tækið er í notkun, eins og sést á
mynd D.
Gangið úr skugga um að tappinn
(A2) sé alltaf áfastur við lokið og
stungið rétt í mötunarrörið eins
langt og hann kemst (A3), eins og
sést á mynd F1.
Notið alltaf handföngin (A10) á
hliðunum þegar vélinni er lyft,
aldrei öryggisarminn (A8).
Slökkvið alltaf á vélinni áður en
hún er þrifin með því að seta
valrofann (A1 1) í O-stöðu og taka
vélina úr sambandi eða slökkva á
straumrofanum.
Aðeins viðurkenndur fagmaður má
gera við vélina eða opna
vélarhúsið (A12).
Vélin tekin úr umbúðunum.
Berið saman við afgreiðsluseðil og kannið
hvort allir hlutar fylgdu með. Kannið að vélin
sé í lagi og að ekkert hafi skemmst í flutningi.
Kvartanir verða að hafa borist seljanda innan
8 daga ef eitthvað vantar upp á.
Uppsetning.
Setjið vélina í samband á heppilegum stað í
samræmi við merkingar á skiltinu aftan á
vélarhúsinu (A12).
Komið vélinni fyrir á sterkbyggðum eldhúsbekk
eða borði 650 - 900 mm á hæð.
Öryggisatriði athuguð fyrir notkun.
Takið lokið (A4) af, fjarlægið hnífa (A6) og
skál (A7) eins og lýst er í kaflanum "Vélin tekin
sundur". Gangið úr skugga um að vélin fari
ekki í gang þegar hraðastillingin (A11) er í
stöðunni I, II (VCS-62) eða P.
Komið skálinni og lokinu fyrir á vélarhúsinu eins
og lýst er í leiðbeiningunum undir fyrirsögninni
"Vélin sett saman" en án þess að koma
hnífnum fyrir í skálinni. Setið hraðastillinguna
(A11) í I-stöðu (á við um VCS-61) eða II (á við
um VCS-62) og færið öryggisarminn (A8)
eins langt til hliðar og hann kemst og kannið
hvort öxullinn (A9) hættir að snúast innan
fjögurra sekúndna.
Ef misbrestur er á þessu verður að kalla á
viðgerðarmann áður en vélin er aftur tekin í
notkun.
Tegund vinnslu.
VCS-61/62 sker og hakkar kjöt, fisk, ávext,
grænmeti og hnetur, hrærir sósur, kryddsmjör,
majónes, súpur, salatsósur, jafning, eftirrétti
o.s.frv..
Vélin tekin sundur.
Færið öryggisarminn (A8) eins langt aftur og
hann kemst (mynd G1).
Fjarlægið lokið (A4)
Fjarlægið hnífinn (A6) og skálina (A7).
Vélin sett saman.
Setjið skálina (A7) á vélarhúsið (A12) þannig
að annar stýripinninn á skálinni fari ofan í
grópina framan/ofan á vélarhúsinu (mynd B).
Rennið hnífnum (A6) eins langt upp á öxulinn
(A9) og hægt er (mynd C). Ath! Hnífurinn má
ekki vera á þegar öryggisatriði eru athuguð,
aðeins við vinnslu.
Komið þéttingarhringnum fyrir í raufinni innan
á lokinu (mynd D).
Setjið tappann rétt í mötunarrörið eins og sést
á mynd F1 þannig að hann standi ekki út úr
neðan á lokinu , eins og sést á mynd F2.
Leggið lokið (A4) ofan á skálina þannig að
handfang loksins sé beint fyrir ofan
handfangið á skálinni, eins og sést á mynd
G 1 .
Snúið öryggisarminum (A8) þannig að hann
sé yfir miðju loksins, eins og sést á mynd G2.
Magn, stærðir og vinnslutími.
Magn og bitastærðir sem hægt er að vinna í
einu sem og vinnslutími fer eftir því hvað verið
er að vinna og hvaða árangri maður vill ná.
Jafn og góður árangur næst best með því að
hluta fyrst fast hráefni svo sem kjöt, osta
o.s.frv. í nokkurn veginn jafn stóra bita sem
ekki eru stærri en um tveir sentímetrar á kant.
Hámarksmagn sem vélin getur unnið í einu:
1.5 kg kjöt, 1.5 kg fiskur, 1.5 kg kryddsmjör,
2 lítrar sósa/salatsósa o.s.frv. og 1,5 lítrar
steinselja.
Valrofinn (A1 1).
Þegar valrofinn (A11) er í 0-stöðu er slökkt á
vélinni. Ef valrofinn er í I-stöðu gengur vélin
samfleytt og á lágum hraða og í II-stöðu
(aðeins VCS-62) samfleytt á háum hraða. Í P-
stöðu (púls) gengur vélin á lágum hraða
þangað til rofanum er sleppt.
Hvaða hraði er notaður fer eftir því hvað
verið er að vinna, gæðum þess og hvaða
árangri maður vill ná.
Venjulega á að byrja vinnslu með nokkrum
stuttum keyrslum í P-stöðu. Ef varan þarf lengri
vinnslu er valrofinn settur í I-stöðu og ef
árangurinn er ófullnægjandi er skipt yfir í II-
stöðu (aðeins VCS-62).
Hreinsun.
VARÚÐ: Varið ykkur á beittum hnífblöðunum
(A6).
VARÚÐ: Áður en byrjað er að hreinsa á að
slökkva á vélinni með því að snúa valrofanum
(A11) í O-stöðu og taka vélina úr sambandi
eða slökkva á straumrofanum.
Hreinsið ávallt vélina vandlega strax eftir
notkun.
Fjarlægið lokið (A4), hnífinn (A6), og skálina
(A7) af vélarhúsinu (A12).
Fjarlægið þéttingarhringinn (mynd D) úr
raufinni innan á lokinu.
Þurrkið af því með rakri tusku.
Þvoið og þurrkið lokið, hnífinn og skálina
vandlega.
Setjið þéttingarhringinn aftur í raufina innan á
lokinu.
Notið aldrei oddhvöss áhöld, skrúbbsvampa
eða háþrýstisprautu.
Skiljið ekki við hnífinn (A6) blautan eða á
ryðfrírri borðplötu þegar hann er ekki í notkun.
Mánaðarlegt eftirlit.
Komið skálinni fyrir eins og lýst er í kaflanum
"Vélin sett saman" án þess að setja hnífinn á.
Setjið vélina í gang með því að setja
valrofann (A11) í I-stöðu.
Kannið hvort öryggisrofinn virki með því að
snúa öryggisarminum (A8) eins langt aftur og
hægt er og gangið úr skugga um að öxullinn
(A9) hætti að snúast innan fjögurra
sekúndna. Ef öryggisrofinn virkar ekki verður
að kalla á viðgerðarmann áður en vélin er
aftur tekin í notkun.
Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á
straumrofanum og kannið:

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Diese Anleitung auch für:

Vcs-62

Inhaltsverzeichnis