Herunterladen Diese Seite drucken

TOPRO Taurus E Serie Bedienungsanleitung Seite 39

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 15
!
Hafðu í huga
Verði bilun blikkar bláa LED-ljósið.
Þetta gefur til kynna að bilun sé í
rafhlöðu og að hana þurfi að fjarlægja.
C3-hleðslutækið skilar þá ekki hleðslu.
Þegar mjög lítil hleðsla er orðin eftir í
rafhlöðunni gæti aðeins verið hægt að
lækka hæð göngugrindarinnar, ekki
hækka. Endursetja þarf rafhlöðuna,
komi þetta fyrir. Taktu rafhlöðuna
út úr stjórnboxinu og þrýstu á
rauða hæðarstillingarhnappinn á
handfanginu (sjá kafla 4: hæðarstilling)
þar til þú heyrir hljóðmerki.
Úrræðaleit
Hemlar
Slitið / gallað hjól
Hemlar ekki nógu vel
Slitinn / gallaður hemlabúnaður á hjóli
Slitin / gölluð hemlastöng
Slitinn / gallaður hemlabarki
Hæðarstilling
Rafhlaða er tóm / virkar ekki
Hæðarstillingin virkar ekki
Hæðarstilling fer niður, ekki upp
Rafhlaðan er ekki rétt sett í
Laus kapaltengi
Skemmdir á kapli
Gallaður rofi
Gallaður hæðarstillir (valkvæður fylgihlutur)
Hafi allt ofangreint verið kannað en tækið virkar engu að síður ekki rétt gæti ástæðan verið skemmdir á
stjórnboxinu eða stýribúnaðinum. Vinsamlegast hafðu samband við þann sem afhenti tækið.
Flutningar
Hægt er að flytja göngugrindina
hvort sem er í lóðréttri eða láréttri
stöðu. Best er að hafa hana í lægstu
hæðarstillingu til að nýta rýmið sem
best og auðvelda alla meðferð. Gættu
þess að fóthemlar séu á. Farðu varlega
þegar göngugrindin er sett inn í bíl og
gættu þess að festa hana tryggilega.
Geymsla
Geyma ætti göngugrindina innanhúss
og í uppréttri stöðu. Ekki setja þunga
hluti ofan á hana þar sem hún er
geymd. Hámarks hitastig við geymslu
er 50°C. Kæla þarf göngugrindina í
eina klukkustund við 25°C fyrir notkun.
Lágmarks hitastig við geymslu er -20°C.
Hita þarf göngugrindina í allt að 3
klukkustundir við 25°C fyrir notkun.
Hin ýmsu hljóðmerki:
Stutt „píp" frá stjórnboxinu á 24
sekúndna fresti = rafhlaða að
tæmast. Hlaða skal rafhlöðuna.
Langt „píííp" þegar rafhlaðan er sett
í stjórnboxið = góð tenging.
Stutt „píp...píp" þegar göngugrindin
er hækkuð eða lækkuð = lág
spenna. Skipta ætti um rafhlöðu.
Rafhlaðan skilar áfram orku sé hún
endurhlaðin en aðeins í takmarkaðan tíma.
–>
Skiptu um allt hjólið
–>
Stilltu hemlabarkana
–>
Skiptu um allan aftari hjólabúnaðinn
–>
Skiptu um alla hemlastöngina
–>
Skiptu um hemlabarkann
–>
Hladdu rafhlöðuna eða skiptu um hana (sjá kafla 7).
–>
Sjá kafla 7, að hlaða rafhlöðuna
–>
Kannaðu hvort rafhlaðan sé hrein og rétt sett í
–>
Kannaðu hvort öll tengi séu á réttum stað og vel fest
–>
Kannaðu alla kapla og skiptu um það sem skemmt er
–>
Skiptu um rofann
–>
Skiptu um hæðarstilli
Þrif
Hægt er að þrífa göngugrindina með
rökum klút og mildu þvottaefni.
Forðast ætti rennandi vökva. Hvorki
má nota hreinsivökva né gufu- eða
háþrýstihreinsara. Ekki má spúla
göngugrindina vegna rafmagnsvélarinnar.
Ef margir nota sömu göngugrindina
verður að þrífa hana og alla fylgihluti
og sótthreinsa áður en annar tekur
hana í notkun. Fjarlægðu rafhlöðuna
úr göngugrindinni áður en hún er
sótthreinsuð/þrifin. Láttu göngugrindina
þorna við stofuhita fyrir notkun. Ekki
geyma göngugrindina við hitastig undir
frostmarki fyrr hún er orðin alveg þurr.
Göngugrindin skal þrifin í höndunum án
tækjabúnaðar (t.d. úthljóðshreinsitæki
eða sótthreinsibúnað). Notkun tækisins
skal hætt ef vatn kemst inn í það.
35
TOPRO Taurus E
Langt „píííp" þegar Taurus-göngugrindin
er hækkuð eða lækkuð = spenna rafhlöðu
er minni en 17,6 V. Þá er aðeins hægt að
lækka göngugrindina, ekki hækka hana.
Stutt „píp...píp...píp...píp" þýðir að
hitastig inni í stjórnboxinu er of
hátt. Hættu notkun tækisins þar til
stjórnboxið hefur náð að kólna.
Sótthreinsun
Sótthreinsaðu með því að strjúka yfir
almenna snertifleti með sótthreinsiefni.
Aðeins starfsfólk með fullnægjandi
heimildir skal annast sótthreinsun og það
skal bera fullnægjandi persónuhlífar. Þrífa
skal yfirborðsfleti með sótthreinsiefni sem
inniheldur 70-80% etanól. Ekki ætti að
nota sótthreinsiefni sem inniheldur klóríð
eða fenól. Forðast ætti rennandi vökva.
Fjarlægja þarf rafhlöðu göngugrindarinnar
áður en sótthreinsun hefst. Göngugrindin
þarf að ná að þorna við stofuhita þar
til enginn yfirborðsraki er eftir áður en
notkun hefst. Framleiðandi getur ekki
borið neina ábyrgð á þeim skemmdum
eða meiðslum sem upp gætu komið vegna
þess að notað var skaðlegt sótthreinsiefni
eða hafi starfsfólk án fullnægjandi
heimilda annast sótthreinsunina.
Art. No. User Manual: 104801 – Revision C, 2022-05
EN
NO
DE
NL
SV
DA
FI
IS
IS
FR
IT
ES
CS

Werbung

loading

Diese Anleitung auch für:

Taurus e basicTaurus e premium814790814789