Herunterladen Diese Seite drucken

ABL Wallbox eM4 Twin Bedienungsanleitung/Sicherheitshinweise Seite 152

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 11
Villur og bilanir lagfærðar
Komið geta upp villur og bilanir við notkun vegghleðslustöðvarinnar.
Lýsing
Bíllinn er tengdur við vegghleðslustöðina með
hleðslusnúrunni, en stöðuvísirinn fyrir hleðslustaðinn
leiftrar samt áfram í grænum lit: Bíllinn greinist ekki.
(Framsetning: 1 lota)
Orsök og tillaga að úrlausn
Hleðslusnúrunni hefur ekki verið stungið rétt í samband.
Takið hleðslusnúruna úr sambandi við hleðslutengið á bílnum og takið hleðsluklóna úr hleðslutenglinum
x
á vegghleðslustöðinni. Að því loknu skal fyrst stinga hleðslusnúrunni aftur í samband við bílinn og stinga
hleðsluklónni síðan í samband við vegghleðslustöðina.
Skoðið hleðslusnúruna og skiptið um hana ef þess þarf.
x
Lýsing
Stöðuvísirinn fyrir hleðslustaðinn leiftrar í rauðum lit.
(Framsetning: 1 lota)
Orsök og tillaga að úrlausn
Vegghleðslustöðin greindi villu eða bilun sem gerir að verkum að ekki er hægt að hlaða eða hleðslan er stöðvuð.
Stöðuvísirinn fyrir hleðslustaðinn leiftrar í rauðum lit þar til búið er að lagfæra villuna.
Takið hleðslusnúruna úr sambandi við hleðslutengið á bílnum og takið hleðsluklóna úr hleðslutenglinum
x
á vegghleðslustöðinni. Að því loknu skal fyrst stinga hleðslusnúrunni aftur í samband við bílinn og stinga
hleðsluklónni síðan í samband við vegghleðslustöðina.
Ef villan kemur aftur upp skal taka hleðslusnúruna úr sambandi við bílinn og vegghleðslustöðina. Takið lúguna
x
fyrir lekastraumsrofann á hleðslustaðnum úr lás, opnið hana, sláið út með lekastraumsrofanum (staða 0), sláið
aftur inn (staða I) og lokið síðan og læsið lúgunni fyrir lekastraumsrofann aftur (sjá einnig „Lekastraumsrofarnir
prófaðir" á bls. 153). Að því loknu skal stinga hleðslusnúrunni aftur í samband við bílinn og síðan við
vegghleðslustöðina.
Ef villan kemur aftur upp skal taka hleðslusnúruna úr sambandi við bílinn og vegghleðslustöðina og slá út með
x
lekastraumsrofunum fyrir báða hleðslustaðina. Sláið einnig út með sjálfvarinu í rafmagnstöflu hússins (staða 0).
Að því loknu skal fyrst slá sjálfvarinu aftur inn og síðan lekastraumsrofum vegghleðslustöðvarinnar (staða I). Loks
skal stinga hleðslusnúrunni aftur í samband við bílinn og síðan við vegghleðslustöðina.
Ef villan eða bilunin kemur aftur upp skal hafa samband við faglærðan rafvirkja til þess að láta lagfæra hana.
x
Ef gera þarf við vegghleðslustöðina eða skipta henni út skal snúa sér til faglærða rafvirkjans eða söluaðilans/
x
framleiðandans sem vegghleðslustöðin var keypt hjá.
Lýsing
Stöðuvísir vegghleðslustöðvarinnar virkar ekki og orkumælarnir veita engar upplýsingar.
Orsök og tillaga að úrlausn
Vegghleðslustöðin er ekki tengd við rafmagn.
x
Athugið innbyggðu lekastraumsrofana og sláið aftur inn með þeim ef þess þarf.
x
Athugið sjálfvarið í rafmagnstöflu hússins og sláið því aftur inn ef þess þarf.
x
Látið faglærðan rafvirkja skoða rafmagnsleiðsluna og lagfæra hana ef þess þarf.
x
Vegghleðslustöðin er í ólagi.
x
Hafið samband við faglærðan rafvirkja til þess að láta lagfæra bilunina.
x
152
Villur og bilanir lagfærðar

Werbung

loading