Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

IKEA VARDAGEN Bedienungsanleitung Seite 18

Design mikael axelsson
Vorschau ausblenden Andere Handbücher für VARDAGEN:
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 6
18
fjarlægi nauðsynlegt fitulag ætti potturinn/
pannan aðeins að vera þrifin með heitu,
hreinu vatni. Uppþvottalögur þurrkar upp
yfirborðið og ætti ekki að vera notaður.
Hægt er að fjarlægja bletti sem myndast við
matreiðslu með því að strá salti í pottinn/
pönnuna og þurrka það af. Saltið dregur í sig
aukafitu en skilur eftir nógu mikla fitu til að
koma í veg fyrir að potturinn/pannan þorni.
Ómeðhöndlað steypujárn getur tærst ef
það er ekki meðhöndlað rétt. Mikilvægt er
að þurrka pottinn/pönnuna strax eftir þvott
og bera olíu á járnið reglulega. Annað vert
að nefna í sambandi við steypujárn er að
það er hvarfgjarnt. Það þýðir að hráefni
sem innihalda sýru (eins og tómatar og
sítrónur) geta misst lit eða dregið í sig örlítið
járnbragð.
Potturinn/pannan getur einnig litast af salti/
sýru í mat. Járn sem flagnar af pottinum/
pönnunni við eldamennsku er skaðlaust
þar sem þetta er sama járn og fyrirfinnst,
og ætti að vera, í mannslíkamanum. Hafðu
í huga að handföng geta orðið mjög heit
þegar er í pottinum/pönnunni á hellu eða í
ofni. Notaðu alltaf pottaleppa við að færa
pott/pönnu úr stað.
Lyftu alltaf steypujárninu ef þú þarft að færa
það til á gleri eða keramikhelluborði. Ekki
draga járnið yfir helluborðið ef þú vilt koma í
veg fyrir rispur.
Haltu steypujárninu frá miklum og snöggum
hitabreytingum, t.d. að taka það beint úr
ísskápnum og setja á hellu eða láta kalt vatn
renna á heitan pott/pönnu.
Ef þú lendir í vandræðum með vöruna,
hafðu þá samband við næstu IKEA verslun/
þjónustuver eða kíktu á IKEA.is.

Quicklinks ausblenden:

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis