Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

3M PELTOR WS ALERT XP Anleitung Seite 91

Vorschau ausblenden Andere Handbücher für PELTOR WS ALERT XP:
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 28
IS
Ég heyri bresti og brak í streymi tónlistar / símtölum.
Bluetooth
er fjarskiptatækni sem þýðir að hún er viðkvæm
®
fyrir hlutum á milli heyrnartólanna og tækisins sem þau eru
tengd. Þú ættir að geta haft allt að 10 metra fjarlægð á milli
heyrnartóla og tengds tækis í beinni sjónlínu (þ.e. án veggja
o.s.frv.). Staðsetning símans á líkamanum getur líka skipt
máli.
HREINSUN OG VIÐHALD
Notaðu klút vættan í sápu og heitu vatni til þess að hreinsa
ytri skálar, höfuðspöng og eyrnapúða.
ATHUGASEMD: EKKI setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn.
Ef heyrnarhlífarnar blotna í rigningu eða af svita, skaltu snúa
eyrnahlífunum út, fjarlægja eyrnapúða og frauðfóður og láta
allt þorna í sólarhring áður en þær eru settar saman á ný.
Eyrnapúðar og frauðfóður getur skemmst við notkun og leita
ætti reglubundið að sprungum í þeim og öðrum skemmdum.
3M mælir með því að skipt sé um frauðfóður og eyrnapúða að
lágmarki tvisvar á ári við reglubundna notkun til að tryggja
áreiðanlega hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi. Skemmist
eyrnapúði, ber að skipta um hann. Sjá kafla um varahluti hér
að neðan.
AÐ FJARLÆGJA UM EYRNAPÚÐA OG SKIPTA UM ÞÁ
F:1 Settu fingur undir innri brún eyrnapúðans og kipptu
honum ákveðið beint út til þess að fjarlægja hann.
F:2 Fjarlægðu frauðfóður sem fyrir er og settu nýtt í staðinn.
F:3 Komdu annarri hlið eyrnapúðans fyrir í grópinni á
eyrnaskálinni og þrýstu svo á hinum megin þar til eyrnapúðinn
smellur á sinn stað.
AÐSTÆÐUR VIÐ NOTKUN OG GEYMSLU
• Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu.
• Ekki geyma heyrnarhlífarnar við hærra hitastig en +55 °C,
(t.d. á mælaborði, hillu eða í gluggakistu) eða undir –20 °C.
• Ekki nota heyrnarhlífarnar við meiri hita en +55 °C
eða undir –20 °C.
VARAHLUTIR OG FYLGIHLUTIR
3M™ PELTOR™ HY82, Hreinlætisbúnaður
Útskiptanlegt hreinlætissett. Skiptu um a.m.k. tvisvar á ári
til að tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi.
3M™ PELTOR™ HY100A, Einnota verndarhlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að koma fyrir á eyrnapúðana.
3M™ PELTOR™ HYM1000, Hljóðnemahlíf
3M™ PELTOR™ M995/2, Vindhlíf fyrir talnema
3M™ PELTOR™ FR08, Aflgjafi með USB-tengi
ATHUGASEMD! Notaðu eingöngu FR09-hleðslutæki.
3M™ PELTOR™ FR09 EU, Hleðslutæki með USB-tengi.
3M™ PELTOR™ LR6NM, AA-hleðslurafhlöður
83
ÁBYRGÐ OG TAKMÖRKUÐ
SKAÐABÓTASKYLDA
ÁBYRGÐ: Komi í ljós að einhver vara frá 3M Personal Safety
Division sé gölluð hvað efnivið eða handbragð varðar og ekki
í samræmi við ótvíræða ábyrgð varðandi sérstakan tilgang, er
eina skuldbinding 3M og úrbót þér til handa sú að 3M velur
sjálft um að gera við, skipta um eða endurgreiða þér kaupverð
viðkomandi hluta eða vöru, að því tilskyldu að þú hafir tilkynnt
í tíma um vandamálið og að staðfest sé að varan hafi verið
geymd, henni viðhaldið og hún notuð í samræmi við skriflegar
leiðbeiningar 3M. ÁBYRGÐ ÞESSI EINSKORÐAST VIÐ OG
KEMUR Í STAÐINN FYRIR ALLA YFIRLÝSTA ÁBYRGÐ EÐA
ÁBYRGÐ SEM GEFIN ER Í SKYN UM SELJANLEIKA,
GAGNSEMI Í ÁKVEÐNUM TILGANGI EÐA AÐRA ÁBYRGÐ
UM GÆÐI EÐA ÁBYRGÐ SEM SPRETTUR AF SÖLU,
VENJU EÐA NOTKUN Í STARFI, NEMA HVAÐ VARÐAR
TILKALL OG VEGNA BROTA GEGN EINKALEYFI: 3M ber
samkvæmt ábyrgð þessari engar skyldur vegna neinnar vöru
sem ekki skilar ætluðum árangri vegna ófullnægjandi eða
rangrar geymslu, meðferðar eða viðhalds, þegar ekki er farið
eftir leiðbeiningum með vörunni eða þegar henni er breytt eða
hún skemmd af slysni eða vegna vanrækslu eða rangrar
notkunar.
TAKMÖRKUN Á ÁBYRGÐ: 3M SKAL AÐ ENGU LEYTI BERA
ÁBYRGÐ Á NEINU BEINU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU,
TILFALLANDI EÐA AFLEIDDU TJÓNI EÐA SKEMMDUM
(ÞAR MEÐ TALIÐ HAGNAÐARTAP) SEM SPRETTUR AF
VÖRU ÞESSARI, BURTSÉÐ FRÁ ÞVÍ HVAÐA
LAGAKENNINGUM ER BEITT, NEMA ÞAR SEM ÞAÐ ER
LÖGUM SAMKVÆMT BANNAÐ. ÚRRÆÐI EINSKORÐAST
VIÐ ÞAÐ SEM HÉR ER GREINT FRÁ.
ENGAR BREYTINGAR: Ekki skal gera neinar breytingar á
tæki þessu nema með skriflegu samþykki 3M fyrirtækisins.
Óheimilar breytingar gætu ógilt ábyrgð og heimild notanda til
þess að nota tækið.

Quicklinks ausblenden:

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis