Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

Bosch Kiox BUI330 Originalbetriebsanleitung Seite 141

Vorschau ausblenden Andere Handbücher für Kiox BUI330:
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 5
Uppsetning
Hjólatölvan sett í og tekin úr (sjá mynd A)
Settu neðri hluta Kiox fyrst að festingunni (5) og hallaðu
hjólatölvunni síðan lítillega fram þar til hún festist greinilega í
segulfestingunni.
Til að taka hjólatölvuna úr skal taka um efri enda hennar og
draga hana að sér þannig að hún losni úr segulfestingunni.
Þegar rafhjólinu er lagt skal taka hjólatölvuna af því.
u
Hægt er að læsa hjólatölvunni í festingunni svo ekki sé hægt
að taka hana úr. Það er gert með því að losa það mikið um
skrúfuna fyrir stýrislegusettið (16) að hægt sé að færa
festinguna fyrir Kiox til hliðar. Settu hjólatölvuna í festinguna.
Skrúfaðu lásskrúfuna (M3, 6 mm á lengd) neðan frá í þar til
ætlaðan skrúfgang á hjólatölvunni (ef notuð er lengri skrúfa
getur hjólatölvan orðið fyrir skemmdum). Færðu festinguna
aftur til baka og hertu skrúfuna fyrir stýrislegusettið
samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.
Notkunarmáti
Áður en tækið er tekið í notkun
Við afhendingu á nýrri Kiox er rafhlaðan þegar hlaðin að
hluta. Fyrir fyrstu notkun þarf að hlaða rafhlöðuna í að
minnsta kosti 1 klukkustund með USB-tenginu (sjá
„Rafmagnstenging hjólatölvunnar", Bls. Íslenska – 4) eða
rafhjólinu.
Koma skal stjórnbúnaðinum þannig fyrir að hnapparnir séu
nánast lóðréttir miðað við stýrið.
Þegar tækið er notað í fyrsta sinn er fyrst boðið upp á val á
tungumáli og að því loknu er hægt að velja <Intro to Kiox> í
valmyndinni til að fá útskýringar á helstu eiginleikum og
atriðum á skjánum. Einnig er hægt að velja þetta
valmyndaratriði síðar í <Settings> → <Information>.
Kveikt/slökkt á hjólatölvunni
Kveikt og slökkt er á hjólatölvunni með því að ýta á
hnappinn til að kveikja/slökkva (4).
Kerfisstillingar valdar
Settu hjólatölvuna í festinguna og gerðu eftirfarandi þegar
hjólið er kyrrstætt:
Farðu á stöðuskjáinn (ýttu á hnappinn < (10) á
stjórnbúnaðinum þar til fyrsta skjámyndin birtist) og opnaðu
(9) <Settings> með valhnappinum.
Með hnöppum – (11) og + (12) er hægt að velja viðkomandi
stillingu og opna hana og tilheyrandi undirvalmyndir með
valhnappinum (9). Með hnappinum < (10) er hægt að fletta
úr stillingavalmyndinni og yfir í næstu valmynd á undan.
Í <Sys settings> er hægt að breyta eftirfarandi stillingum:
– <Brightness>
– <Time>
– <Date>
– <Time zone>
– <24h format>
– <Bright background>
Bosch eBike Systems
– <Imperial units>
– <Language>
– <Factory reset>
Rafhjólið tekið í notkun
Skilyrði
Ekki er hægt að kveikja á rafhjólinu nema að eftirfarandi
skilyrði séu uppfyllt:
– Rafhlaða með nægilegri hleðslu er í rafhjólinu (sjá
notendahandbókina fyrir rafhlöðu rafhjólsins).
– Hjólatölvan hefur verið sett rétt í festinguna.
Kveikt og slökkt á rafhjólinu
Hægt er að kveikja á rafhjólinu með eftirfarandi hætti:
– Þegar búið er að setja hjólatölvuna og rafhlöðuna á
rafhjólið skal ýta stuttlega á hnappinn til að kveikja/
slökkva (4) á hjólatölvunni.
– Þegar búið er að setja hjólatölvuna á rafhjólið skal ýta á
hnappinn til að kveikja/slökkva á rafhlöðu rafhjólsins (um
getur verið að ræða sérstakar útfærslur framleiðanda
reiðhjólsins þar sem ekki er hægt að komast að
hnappinum til að kveikja/slökkva á rafhlöðunni; sjá
notendahandbókina fyrir rafhlöðu rafhjólsins).
Kveikt er á drifinu um leið og stigið er á fótstigið (nema þegar
teymingarhjálp er notuð eða stillt er á stuðningsþrepið OFF).
Afl drifsins fer eftir því hvaða stuðningsþrep er stillt á.
Við venjulega notkun er slökkt á stuðningi frá drifinu um leið
og hætt er að stíga á fótstigið eða um leið og hraðinn nær
25/45 km/h. Kveikt er sjálfkrafa aftur á drifinu um leið og
stigið er á fótstigið og hraðinn fer niður fyrir 25/45 km/h.
Hægt er að slökkva á rafhjólinu með eftirfarandi hætti:
– Ýttu stuttlega á hnappinn til að kveikja/slökkva (4) á
hjólatölvunni.
– Slökkva skal á rafhlöðu rafhjólsins með hnappinum til að
kveikja/slökkva á rafhlöðunni (um getur verið að ræða
sérstakar útfærslur framleiðanda reiðhjólsins þar sem
ekki er hægt að komast að hnappinum til að kveikja/
slökkva á rafhlöðunni; sjá notendahandbókina frá
framleiðanda reiðhjólsins).
– Taktu hjólatölvuna úr festingunni.
Ef ekki er óskað eftir afli frá drifinu í 10 mínútur (t.d. vegna
þess að rafhjólið er kyrrstætt) og ekki er ýtt á hnapp á
hjólatölvunni eða stjórnbúnaðinum á rafhjólinu slekkur
rafhjólið sjálfkrafa á sér.
Íslenska – 3
1 270 020 XBK | (29.05.2023)

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis