Herunterladen Diese Seite drucken

3M PELTOR LiteCom Bedienungsanleitung Seite 100

Headset
Vorschau ausblenden Andere Handbücher für PELTOR LiteCom:

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 30
IS
9.2. CHANNEL (RÁS)
(Mynd A:10 - A:11 og tafla K:A)
ÚTSKÝRINGAR Á TÖFLU YFIR SENDITÍÐNI
Senditíðni
Tilv.
töflu
K:A
Senditíðni
K:1
Rásarnúmer
K:2
Tíðni (Hz)
Þrýstu á (+) hnappinn (A:10) eða (–) hnappinn (A:11) til að
velja á milli 8 rása í boði.
9.3. VOX (RADDSTÝRÐ SENDING)
VOX er handfrjáls staðgengill PTT-hnappsins (Ýta-og-tala).
Með VOX talar þú einfaldlega inn í hljóðnemann til að opna
rásina. VOS-stillingin skilgreinir hvaða raddstyrk þarf til að
virkja raddstýrða sendingu. Hærri stillingar henta best í
háværu umhverfi.
Þrýstu á (+) hnappinn (A:10) eða (–) hnappinn (A:11) til að
stilla næmi VOX-virkninnar í VOX-valmyndinni. Þú getur valið
á milli fimm styrkstiga eða slökkt á virkninni.
Þrýstu tvisvar á PTT (ýta-og-tala) hnappinn til að kveikja og
slökkva á VOX-virkninni. Annar möguleiki er að þrýsta á
(–) hnappinn í tvær sekúndur í VOX-stillingunni í valmyndinni
til að slökkva á VOX.
Þrýstu á (+) hnappinn til að virkja þessa aðgerð á ný. Nota
þarf PTT (ýta-og-tala) hnappinn til sendinga, sé slökkt á VOX.
ATHUGASEMD: Tækið er verksmiðjustillt þannig að Busy
Channel Lock Out aðgerðin (BCLO – upptekin rás læst)
kemur í veg fyrir VOX-virkni, sé rásin upptekin af annarri
sendingu („busy") og þú heyrir tón sem gefur læsingu
sendingar til kynna. Hægt er að breyta þessum stillingum í
uppsetningarvalmynd.
ATHUGASEMD: Talneminn (A:8) þarf að vera mjög nálægt
munni, nær en 3 mm (1/8 úr tommu) svo VOX skili bestum
árangri. Þú heyrir rödd þína t í heyrnartólunum þegar
viðtækið sendir út.
9.4. SQUELCH (SUÐDEYFING)
(Mynd A:10 - A:11)
Dregur úr suði.
Suðdeyfing dregur úr truflandi útvarpsbylgju- eða
rafmagnssuði. Hægt er að velja á milli fimm
suðdeyfingarstillinga með því að þrýsta á (+) hnappinn (A:10)
eða (–) hnappinn (A:11). Hærri suðdeyfingarstilling lækkar
hávaðann enn frekar en dregur einnig úr drægni. Slökktu á
virkninni með því að þrýsta á (–) hnappinn í tvær sekúndur.
Þrýstu á (+) hnappinn til að virkja þessa aðgerð á ný.
93
Lýsing
9.5. SUB CHANNEL (LÁGTÍÐNIHLJÓÐ
(VALKVÆÐ SUÐSÍA))
(Mynd A:10 - A:11 og tafla K: B)
ÚTSKÝRING Á CONTINUOUS TONE CODED SQUELCH
SYSTEM (CTCSS-SUÐDEYFINGARKERFINU) TÍÐNITAFLA
Tilv.
töflu
K:B
Continuous Tone Coded Squelch System
(CTCSS-suðdeyfingarkerfi) Tíðnir
K:1
Rásarnúmer
K:3
Tíðni (Hz)
Hægt er að nota lágtíðnitóna (sub channel) til að setja upp
marga lokaða hópa á sömu rásinni. Þegar lágtíðnitónavirknin
er í gangi fylgir tón sem ekki heyrist talinu og eingöngu
móttökutæki með sömu lágtíðnitónastillingu skynja
sendinguna.
Sendi hins vegar einhver út á rásinni eru allar
lágtíðnitónarásirnar uppteknar þann tíma. Sé slökkt á
lágtíðnitónavirkninni, heyrast öll fjarskipti á rásinni. Þrýstu á
(+) hnappinn (A:10) eða (–) hnappinn (A:11) til að velja
lágtíðnitón. LiteCom headset heyrnartólin styðja Continuous
Tone Coded Squelch System (CTCSS suðdeyfingarkerfi með
kóðuðum lágtíðnitóni) með alls 38 tíðnisviðum/kóðum (sjá
töflu hér að K:B um númer lágtíðnitónarása og tengdra tóna/
kóða). Slökktu á þessari virkni með því að þrýsta á (–)
hnappinn þegar lágtíðnitónn 1 er valinn eða þrýstu á (+)
hnappinn þegar rás 38 er valin. Þrýstu á (+) hnappinn til að
virkja þessa aðgerð á ný.
9.6. RESET TO FACTORY DEFAULTS
(VERKSMIÐJUSTILLINGAR).
(Mynd A:9 - A:11)
Fyrst þarf að slökkva á tækinu, eigi að frumstilla það á ný
með verksmiðjustillingum. Þrýstu svo á (+) (A:10) og (–) (A:11)
hnappana samtímis og haltu þeim niðri á meðan einnig er
þrýst á (A:9) On/Off/Mode hnappinn. Raddskilaboðin „restore
factory defaults" (tækið frumstillt) staðfesta þetta.
10. ENDINGARTÍMI VÖRUNNAR
Mælt er með því að þú skiptir tækinu út innan 5 ára frá því
það það var framleitt. Endingartími vörunnar ræðst mjög af
því umhverfi þar sem hún er geymd, notuð, þjónustuð og
viðhaldið. Notandinn þarf að skoða vöruna reglubundið til
þess að skera úr um hvort líftíma hennar sé lokið. Sem dæmi
um vísbendingar um að líftíma vörunnar sé lokið má nefna:
• Sjáanlega galla á borð við sprungur, aflögun eða lausa eða
horfna hluta hennar.
• Þegar notandi finnur fyrir skertri hljóðeinangrun
heyrnarhlífanna eða heyrir undarleg eða óeðlilega hávær
hljóð frá rafrænum hljóðbúnaði þeirra.
ATHUGASEMD: Rafhlöður varða ekki endingartíma vörunnar.
Lýsing

Werbung

loading