Herunterladen Diese Seite drucken

IKEA LADDA YH-990BF Bedienungsanleitung Seite 9

Vorschau ausblenden Andere Handbücher für LADDA YH-990BF:

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 5
ÍSLENSKA
Helstu atriði
— Hlaða má 1 til 4 HR6/AA og/eða 1 til 4 HR/03
AAA hleðslurafhlöður í tækinu.
— 4 hleðslurásir.
— Hleðslan er mæld með -dV skynjurum.
— Öryggi fylgir tímastilli og hitaskynjara.
— 100-240V~ til nota um allan heim.
— Skynjar ónýtar rafhlöður og rafhlöður sem ekki á
að endurhlaða.
— Tvílitt LED ljós.
Notkunarleiðbeiningar
— Tengið snúruna við hleðslutækið og stingið í
samband.
— Setjið rafhlöðurnar í tækið og gætið þess að þær
snúi rétt (+/-) sjá mynd 1.
— Rauða LED ljósið blikkar einu sinni fyrir hverja
rafhlöðu sem sett er í. Ljósið helst rautt
meðan á hleðslu stendur og verður svo grænt
þegar rafhlöðurnar eru fullhlaðnar. Þegar
rafhlöðurnar hafa náð fullri hleðslu dregur úr
hleðslustyrknum.
— Rauða ljósið blikkar og hleðslan stöðvast ef
settar eru í tækið rafhlöður sem ekki er hægt að
hlaða eða ónýtar rafhlöður.
Gott að vita
— Glænýjar rafhlöður þarf að hlaða og nota tvisvar
til þrisvar áður en þær sýna hámarksafköst.
— Ef rafhlöðurnar eru geymdar og ekki notaðar í
meira en viku þarf að hlaða þær aftur.
— Það er eðlilegt að rafhlöður hitni við hleðslu. Þær
kólna fljótt eftir hleðslu.
— Hleðslutími getur verið misjafn eftir rafhlöðum.
Skoðið töflu yfir hleðslutíma.
— Hleðslutími getur verið misjafn eftir hversu mikil
hleðsla er eftir, aldri rafhlöðunnar og hitastigi.
— Geymsluhitastig rafhlöðu: -20°C til 25°C.
— Kjörhitastig hleðslutækis: 0°C til 40°C.
Takið hleðslutækið úr sambandi áður en það er
þrifið og þegar það er ekki í notkun.
Notið rakan klút þegar tækið er þrifið. Setjið ekki
á kaf í vatn.
Varúðarráðleggingar: Sjá bakhlið.
Geymið bæklinginn til að fletta upp í síðar.
All manuals and user guides at all-guides.com
Tegund: YH-990BF
Inntakssvið: 100-240Vac, 50/60Hz, 0.2A
Úttakssvið: AA 1.2Vx4 1000mA AAA 1.2Vx4 500mA
STENST UL STD.1310 VOTTAÐ AF CSA STD. C22.2
NO.223-M91.
VARÚÐ:
Slysahætta. Hætta á raflosti. Notist aðeins við
þurr skilyrði. Aðeins til að hlaða hleðslurafhlöður af
tegundinni Ni-MH og Ni-Cd.
Ef stinga þarf í samband utan Bandaríkjanna þarf
að nota millistykki með straumbreyti sem hentar á
hverjum stað.
Þeir sem eru þroska- eða hreyfihamlaðir, börn og
þeir sem ekki hafa viðeigandi þekkingu eða færni,
ættu ekki að nota þetta tæki nema þeir hafi fengið
leiðsögn um notkun þess hjá einstaklingi sem tekur
ábyrgð á öryggi viðkomandi.
Fylgjast þarf með því að börn leiki sér ekki að
tækinu.
Ef snúran er skemmd þarf að skipta henni út fyrir
sérstaka snúru sem fáanleg er hjá framleiðanda
eða endursöluaðila.
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
Heimilisfang: Box 702, 343 81 ÄLMHULT
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir
þýðir að ekki má farga vörunni með venjulegu
heimilissorpi. Vörunni þarf að skila í endurvinnslu
eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir sig.
Með því að henda slíkum vörum ekki með venjulegu
heimilissorpi hjálpar þú til við að draga úr því
magni af úrgangi sem þarf að brenna eða nota
sem landfyllingu og lágmarkar möguleg neikvæð
áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð nánari
upplýsingar í IKEA versluninni.
9

Werbung

loading