Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

3M Peltor Series Anleitung Seite 35

Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 13
IS
3.5 Að stilla styrkstýringu (surround)
Snúðu styrkstýrða stýrihnappnum (A:11).
Athugasemd! Þegar slökkt er á þessari aðgerð, heyrir þú engin utanaðkomandi hljóð en það gæti reynst hættulegt.
3.6 Ytra hljóðtengi
Kveiktu á heyrnartólunum eins og lýst er í 3.2. Lækkaðu styrk viðtækisins eins og hægt er. Tengdu ytri hljóðgjafa með 3,5
mm víðómatengi.
Athugasemd! Sjá leyft hámarks ytra hljóðmerki í töflu G.
4. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að:
• Nota alltaf heyrnarhlífar þar sem hættulegur hávaði er.
• Setja heyrnarhlífarnar upp og stilla þær, hreinsa og halda við í samræmi við leiðbeiningar í notendahandbókinni.
Skoða þarf reglubundið hvort heyrnarhlífarnar þarfnist þjónustueftirlits.
Viðvörun! Sé ekki farið eftir leiðbeiningunum, gæti það haft mjög neikvæð áhrif á vernd þá sem þau veita.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni. Nánari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
• Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í leit
að sprungum og öðrum göllum.
• Séu hreinlætishlífar settar á eyrnapúðana, getur það rýrt hljóðeinangrunarhæfni þeirra.
• Einungis ætti að nota þessar heyrnarhlífar með öryggishjálmum fyrir iðnað sem mælt er með. (Mynd I á forsíðu.)
• Eyrnahlífarnar eru búnar styrkstýrðri hljóðdeyfingu og rafinnstungu fyrir hljóðgjafa.
• Notandi ætti að kynna sér rétta notkun þeirra áður en hún hefst. Ef hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi
að leita lausna og leiðbeininga um hvernig skipta skal um rafhlöður í handbók framleiðanda.
• Vernd eyrnahlífanna gegn hávaða og hljóðþrýstingi takmarkast við ákveðið hámark og hljóðstyrkur
afþreyingarbúnaðarins er takmarkaður við 82 dB(A) við eyra.
Viðvörun! Dregið getur úr afköstum hlífanna eftir því sem rafhlaðan tæmist. Reikna má með því að rafhlaða hlífanna endist
100 klukkustundir í samfelldri notkun.
Viðvörun! Erfiðara getur reynst að heyra viðvörunarmerki á vinnustaðnum á meðan hlustað er á viðtækið.
Viðvörun! Sé ekki farið eftir leiðbeiningunum, gæti það leitt til minni hljóðdeyfingar sem síðan getur valdið heyrnartjóni.
Viðvörun! Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yfir dagleg hávaðamörk.
Viðvörun! Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið fram yfir ytri hávaðamörk.
5. VIÐHALD/HREINSUN
(E:1–3) Fjarlægðu eyrnapúðana og hljóðdeyfipúðana ef þú hefur notað heyrnarhlífarnar um langa hríð eða ef raki hefur
myndast inni í skálunum. Hreinsaðu og sótthreinsaðu skálar, höfuðspöng og eyrnapúða reglubundið með sápu og heitu vatni.
Láttu heyrnarhlífarnar þorna áður en þú notar þær að nýju.
Athugasemd! Ekki setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn!
Athugasemd! Gætið þess að hreinsiefnin sem notuð eru, geti ekki valdið notandanum skaða.
6. GEYMSLU- OG NOTKUNARHITASTIG
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu. Geymdu tækið ekki við hærra hitastig en +55C°eða lægra en -20°C.
7. ENDURNÝTING
EU WEEE tilskipunin (um förgun rafeinda- og rafmagnsbúnaðar) nær til þessarar vöru. Neðangreind krafa gildir innan
Evrópubandalagsins.
Ekki farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins!
Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir að öllum EEE-búnaði (raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli fargað
í samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta sér þær móttöku- og afhendingarstöðvar sem í boði eru.
8. AÐ FJARLÆGJA/SKIPTA UM EYRNAPÚÐA
(E:1–3) Settu fingur undir brún eyrnapúðans og kipptu honum beint út. Komdu nýja eyrnapúðanum fyrir með því að þrýsta
á uns hann smellur á sinn stað.
30

Quicklinks ausblenden:

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis