Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

3M PELTOR ComTacXPI MT20H682FB-series Bedienungsanleitung Seite 50

Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 15
IS
3M™ PELTOR™ Comtac XPI
3M™ PELTOR™ Comtac XPI eru heyrnarhlífar með styrkstýringu fyrir umhverfishljóð og
innstungu til að tengja ytri búnað. Mismunur getur verið á þeim eiginleikum sem í boði eru
í ákveðnum gerðum. Lestu leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymdu til þess að
geta leitað í þær síðar.
1. ÍHLUTIR
A:1 Samanbrjótanleg höfuðspöng (ryðfrítt stálspöng, leður)
A:2 Skálarhaldari (ryðfrítt stál)
A:3 Tveggja punkta festing (POM)
A:4 Skál
A:5 Rafhlöðulok
A:6 Hljóðnemi með styrkstillingu fyrir umhverfishlustun A:7 Deyfipúði (PUR-frauð)
A:8 Eyrnapúði (PVC þynna, PUR-frauð)
A:9 Innstunga fyrir talnema (J22) (aðeins ákveðnar gerðir)
A:10 Innstunga fyrir ytri búnað (PUR) (aðeins ákveðnar gerðir)
A:11 [-] hnappur
A:12 [+] hnappur
A:13 Hljóðnemi fyrir hljóðleiðni í beini (aðeins ákveðnar gerðir)
A:14 Talnemi (TPE, PC) (aðeins ákveðnar gerðir)
A:15 Hálsspöng (ryðfrítt stál, TPO)
2. AÐ SETJA UPP OG STILLA
Athugasemd! Ýta þarf hárinu kringum eyrun frá svo þéttihringirnir (A:8) falli þétt að.
Gleraugnaspangir ættu að vera eins mjóar og mögulegt er og falla þétt að höfðinu til að
lágmarka hljóðleka.
2:1 Höfuðspöng sem má brjóta saman (mynd B)
(B:1)(B:2) Renndu skálunum út og hallaðu efra hluta þeirra út vegna þess að snúran á að
vera fyrir utan höfuðspöngina.
(B:3) Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða niður á meðan höfuðspönginni
er haldið kyrri.
(B:4) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2:2 Hálsspöng (mynd C)
(C:1) Settu skálarnar á sinn stað yfir eyrunum.
(C:2) Haltu heyrnartólunum á sínum stað, komdu höfuðbandinu fyrir efst á höfðinu og
smelltu því í rétta stöðu.
(C:3) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2:3 Talhljóðnemi (mynd D)
Hafðu raddhljóðnemann sem næst munninum (<3 mm) til þess að fá sem mesta
hávaðadeyfingu.
2:4 Hljóðnemi fyrir hljóðleiðni í beini
Hljóðnemi fyrir hljóðleiðni í beini (A:13) skilar bestum hljómgæðum þegar hann er hafður á
milli kjálkabeins og kinnbeins.
3. NOTKUN/AÐGERÐIR
3:1 Að setja í rafhlöður
Losaðu lokin af rafhlöðuhólfinu og settu rafhlöðurnar í (2xAAA). Rafhlöðurnar verða að snúa
rétt miðað við merkingu á rafhlöðulokinu. Lokunum þarf að þrýsta alla leið niður til þess að
tryggja góða einangrun. Þegar hleðslan er orðin lítil, heyrast raddskilaboðin "low battery"
(rafhlaða að tæmast) endurtekin.
3:2 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Þrýstu á [+] eða [-] hnappinn í tvær sekúndur til þess að kveikja eða slökkva á heyrnartólunum.
Gildandi stilling vistast alltaf þegar slökkt er á heyrnartólunum nema þegar stillt er á eyrnatappa.
50

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Diese Anleitung auch für:

Peltor comtacxpi mt20h682bb

Inhaltsverzeichnis