Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

Honeywell EVAMASQUE Bedienungsanleitung Seite 33

Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 13
IS
Þessar leiðbeiningar eru aðeins ætlaðar fyrir notkun á CE-vottuðum EVAMASQUE undankomusíubúnaði í
samræmi við DIN-staðal nr. 58647-7 (Síubúnaður fyrir undankomu - kröfur, prófun og merking).
Aðeins má nota EVAMASQUE undankomusíubúnaðinn í samræmi við leiðbeiningarnar sem eru veittar hér.
Röng notkun gæti haft för með sér lífshættu eða líkamstjón.
VERNDNUN OG NOTKUN
EVAMASQUE má aðeins nota til bjargar sjálfum sér við undankomuaðstæður og ætti ekki að nota lengur en
15 mínútur í einu.
Hún er framleidd í algjöru samræmi við DIN-staðal nr. 58647-7 fyrir 15 mínútna notkun (við eðlilega
samsöfnun eiturefna, t.d. 0,25% miðað við rúmmál) þegar notuð með HONEYWELL síu ABEK tilvísun
1728571 til að vernda gegn innöndun á lífrænum og ólífrænum gösum og gufum, brennisteinsdíoxíð,
vetnisklóríð og öðrum sýrugastegundum, ammóníat og lífrænum ammóníumsambönd).
Þessi 15 mínútna notkun gæti verið styttri í tilfelli mikils magns af hættulegu efni eða efni séu til staðar sem
hafa lítið suðumark.
Ekki er hægt að nota síurnar aftur (aðeins einnota).
Geymsla
Geymdu undankomubúnaðinn í upphaflegu umbúðunum eða lokuðu íláti svo að hann sé varinn fyrir
sól og ryki.
Ekki geyma þannig að sól geti skinið beint á búnaðinn
Geymslutími með sömu síu = 4 ár (sjá dagsetninguna sem sýnd er á 4 lita límmiðanum á hliðinni á
varnargrindinni)
Hámarks endingartími vörunnar = 12 ár (mun þurfa 2 skiptingar á síu ef EVAMASQUE sé aldrei notuð)
Skoðanir fyrir notkun
Gakktu úr skugga um að varnargrindin sé ekki skemmd.
Að taka grímuna úr umbúðunum
Fjarlægðu límbandsólina af EVAMASQUE (mynd 1)
Fjarlægðu varlega undankomusíubúnaðinn úr umbúðunum (mynd 2)
Athugaðu hvort að búnaðurinn sé eins og hann á að vera og laus við skemmdir. Það má ekki nota
undankomusíubúnaðinn ef hann er skemmdur eða allir fylgihlutir eru ekki með.
Settu undankomusíubúnaðinn á þig
1.
Settu breiðari hluta andlitsbúnaðarins undir hökuna (mynd 4).
2.
Stilltu ólina fyrir ofan eyrunum þannig að hún sé efst á höfðinu (mynd 4).
Ekki má nota undankomusíubúnaðinn í andrúmslofti þar sem er lítið um súrefni, ef halda á
viðeigandi landsstaðli.
Undankomusíubúnaðurinn er hálfgríma og veitir því ekki verndun fyrir augun og hörund sem
getur verið sýkt af samsöfnun af ammóníat og ammóníusamböndum í miklu minni samsöfnun
en tilgreint er í DIN staðli nr. 58647-7.
Má ekki nota sem vörn gegn kolsýringi
Ekki nota undankomusíubúnaðinn ef nægjanlegri þéttingu fyrir andlit er ekki náð. Sjá
notkunarleiðbeiningar.
Ekki nota undakomusíubúnaðinn ef varnargrindin eða límbandið er skemmt eða þéttingin er
ónýt. Sjá viðhaldsleiðbeiningar.
Þétting undankomusíubúnaðarins er háð stærð andlits og andlitsbyggingar notanda, t.d.
skeggi, djúpum örum, börtum, o.s.frv.
Ekki fjarlægja undankomusíubúnaðinn áður en mengað svæði er yfirgefið.
Undankomusíubúnaðurinn veitir takmarkaða vörn gegn efnum með lágt suðumark
Undankomusíubúnaðurinn veitir takmarkaða vörn gegn miklu magni af hættulegum efnum
(líftími síunar minnkar eða sían virkar ekki sem skyldi í miklu magni af hættulegum efnum).
Ekki nota undankomusíubúnaðinn í tönkum eða í lokuðum rýmum.
Undankomusíubúnaðurinn er hannaður til að nota við undankomuaðstæður. Vinsamlegast
hafðu samband við söluaðila ef þú ert í vafa um hvort að öndunargríman sé hentug fyrir þær
aðstæður sem þú hefur hugsað að nota hana í.
Yfirgefðu svæðið um leið og vökvi eða gufa aðskotaefna verður sjáanlegt. Sían er „mettuð".
Það verður að skipta um hana
Viðvörun
IS-1

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis