is
Sé sogkraftur enn of lítill, skaltu taka síuna úr og skrapa úr henni óhreinindin eða skipta um síu . Mælt er með því að slökkva
á Auto Filter Cleaning síuhreinsuninni við ákveðnar notkunaraðstæður, t .d . við votsogun . Nánari upplýsingar, sjá kafla 3 .1 .
3.5 Andrafstöðutenging
AÐGÆSLA
Tækið er búið andrafstöðukerfi til þess að afhlaða allt stöðurafmagn sem gæti myndast við rykhreinsunina .
Andrafstöðukerfið er að finna framan á vélarhlífinni og það myndar jarðtengingu við inngangsbúnað geymsluhólfsins .
Mælt er með því að nota rafleiðandi eða andrafstöðu sogslöngu til þess að kerfið virki rétt . Þegar valkvæðum einnota
poka er komið fyrir skal þess gætt að rafandstöðutenging haldist .
3.6 Vélarkælisía
Tækið er búið vélarkælisíu til þess að vernda rafbúnað þess og vél . Hreinsaðu vélkælisíuna reglubundið .
Mælt er með því að búa tækið viðbótar PET vélkælisíu þar sem mjög mikil þéttni er af fínu ryki í lofti til þess að koma
í veg fyrir að ryk safnist upp í loftrásum og vél tækisins . Hafðu samband við umboðsmanninn á þínum stað .
AÐGÆSLA
Sé vélkælisían stífluð af ryki gæti yfirálagsvernd vélarinnar slökkt á tækinu . Ef það gerist skaltu slökkva á tækinu, hreinsa
vélkælisíuna og leyfa því að kólna í um það bil 5 mínútur .
3.7 Votsog
AÐGÆSLA
Tækið er búið vatnstakmörkunarkerfi sem slekkur á vélinni þegar hámarkinu er náð . Ef þetta gerist skaltu slökkva
á tækinu . Taktu tækið úr sambandi við rafmagn og tæmdu geyminn . Notaðu tækið aldrei á vökva nema
vatnstakmörkunarkerfið og sía séu á sínum stað .
Að sjúga upp vökva
• Ekki sjúga upp eldfima vökva .
• Fjarlægðu alltaf síupokann/einnota pokann og gakktu úr skugga um að vatnstakmörkunarkerfið vinni rétt áður
en byrjað er að soga upp vökva .
• Ef froða myndast, skaltu hætta strax og tæma geyminn .
• Hreinsaðu vatnstakmörkunarkerfið reglubundið og leitaðu að ummerkjum um skemmdir .
• Þurrkaðu raka síu og innri hluta vökvageymisins fyrir geymslu .
Taktu vélina úr sambandi áður en þú tæmir geyminn . Taktu slönguna úr soginntakinu með því að kippa henni frá .
Losaðu geymisklemmurnar með því að toga þær út þannig að vélarhlífin opnist . Lyftu vélarhlífinni af geyminum .
Tæmdu alltaf geyminn og hreinsaðu bæði hann og vatnstakmörkunarkerfið eftir vökvasog .
Tæmdu geyminn með því að halla honum aftur á bak eða til hliðar og hella vökvanum ofan í niðurfall eða sambærilegt .
Komdu vélarhlífinni fyrir ofan á geyminum . Festu vélarhlífina með geymisklemmunum . Skyndilegar hreyfingar geta
ræst búnaðinn sem stýrir vatnstakmörkuninni . Ef það gerist, skaltu slökkva á tækinu og bíða í 3 sekúndur með að
endurræsa stýribúnaðinn . Haltu svo áfram að nota tækið .
3.8 Þurrt sog
AÐGÆSLA
Að sjúga upp spilliefni hættuleg umhverfinu . Hægt er að sjúga upp spilliefni hættuleg umhverfinu .
• Fargaðu óhreinindunum í samræmi við lög og reglugerðir .
Taktu vélina úr sambandi áður en hún er tæmd eftir þurrt sog . Losaðu geymisklemmurnar með því að toga þær út
þannig að vélarhlífin opnist . Lyftu vélarhlífinni af geyminum .
154
Mirka® Dust Extractor • 1230 L • 230 V • PC & AFC