Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

3M PELTOR SportTac MT16H210F-Serie Handbuch Seite 34

Gehörschutz
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 13
IS
3M™ PELTOR™ SportTac
Heyrnartól með styrkstýringu fyrir umhverfishljóð og innstungu til að tengja ytri búnað.
Lestu leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymdu til þess að geta leitað í þær síðar.
1. ÍHLUTIR
A:1 Samanbrjótanleg höfuðspöng (ryðfrí stálspöng, TPE)
A:2 Skálarhaldari (ryðfrítt stál)
A:3 Tveggja punkta festing (POM)
A:4 Eyrnapúði (PVC þynna, PUR-frauð)
A:5 Skál
A:6 Skel
A:7 Festismella fyrir skel
A:8 Hljóðnemi með styrkstillingu fyrir umhverfishlustun
A:9 Á/Af hnappur
A:10 (+) hnappur
A:11 (-) hnappur
A:12 Innstunga fyrir ytra tengi (J22)
2. AÐ SETJA UPP OG STILLA
Athugasemd! Ýta þarf hárinu kringum eyrun frá svo eyrnapúðarnir falli þétt að.
Gleraugnaspangir ættu að vera eins mjóar og mögulegt er og falla þétt að höfðinu til að
lágmarka hljóðleka.
2:1 Höfuðspöng sem má brjóta saman
(B:1) (B:2) Renndu skálunum út og hallaðu efri hluta þeirra út vegna þess að snúran á að
vera fyrir utan höfuðspöngina.
(B:3) Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða niður á meðan höfuðspönginni er
haldið á sínum stað.
(B:4) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
(B:5) Þegar stilla þarf höfuðspöng fyrir lítil höfuð er HY450/1 (fæst sem fylgihlutur) komið fyrir
innan á höfuðspönginni á milli hennar og hvirfilsins.
3. NOTKUN/AÐGERÐIR
3:1 Að setja í rafhlöður
Opnaðu skelina hægra megin með því að renna smellunni út og niður. Fjarlægðu skelina. Settu
rafhlöðurnar (2xAAA) í rafhlöðuhólfið. Gættu þess að rafhlöðurnar snúi rétt.
Komdu skelinni aftur fyrir á sínum stað og renndu smellunni upp á ný. Þrír tónar gefa til kynna
að rafhlaðan sé að tæmast, endurteknir með sífellt styttra millibili.
3:2 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Kveiktu eða slökktu á tækinu með því að þrýsta á Á/Af hnappinn og halda honum niðri í tvær
sekúndur. Tónboð staðfesta að kveikt hefur verið eða slökkt á tækinu. Síðasta stilling vistast
alltaf þegar slökkt er á heyrnartólunum. Það slökknar sjálfkrafa á heyrnartækjunum eftir tvo
tíma án virkni. Tónmerki gefur það til kynna síðustu mínútuna, svo slökkva heyrnartólin á sér.
3:3 Hljóðstyrkur
Hægt er að stilla hljóðstyrk styrkstýringar fyrir umhverfishljóð þreplaust frá lágmarki til
hámarks. Heildarhljóðstyrkur ytri hljóðgjafa og umhverfishljóða samanlagt takmarkast við 82
dB(A) við eyra. Mögnun umhverfishljóða lækkar þegar ytra hljóðmerki berst inn um ytra tengi.
Þrýstu á (+) eða (-) hnappinn og haltu honum niðri til þess að hækka eða lækka hljóðmerkið
að vild.
Athugasemd! Sé umhverfishljóðastilling höfð á lægsta styrk, eru umhverfishljóð ekki deyfð
en það gæti reynst hættulegt.
4. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að notandi tryggi að:
• Heyrnarhlífarnar séu settar upp, stilltar og haldið við í samræmi við leiðbeiningar
framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar séu alltaf notaðar í hávaðasömu umhverfi.
• Skoðað sé reglubundið hvort heyrnarhlífarnar nýtist eins og til er ætlast.
Viðvörun!
Sé ekki farið eftir ofangreindum tilmælum, skerðir það verndareiginleika heyrnarhlífanna
alvarlega.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni.
• Nánari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
28
FP3584_reve_.indd 28
2017-04-04 09:38:02

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis