Herunterladen Diese Seite drucken

IKEA TRIXIG Bedienungsanleitung Seite 47

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 13
getur dregið úr slysahættu.
h. Þó þú notir verkfæri oft máttu ekki gleyma eða hunsa öryggisatriði við notkun þeirra.
Óvarfærni gæti leitt til slysa á augabragði.
Notkun og umhirða verkfærisins
a. Þvingið ekki verkfærið. Notið rétt verkfæri fyrir hvert verkefni. Rétt valið verkfæri vinnur
verkefnið betur og á öruggari hátt.
b. Notið ekki verkfærið ef það fer ekki í gang þegar kveikt er á því. Verkfæri sem ekki er
hægt að kveikja á eða slökkva á eðlilegan hátt er hættulegt og þarfnast viðgerðar.
c. Takið úr sambandi áður en átt er við verkfærið á nokkurn hátt, skipt um aukahluti eða
það sett í geymslu. Slíkar varúðarráðstafanir draga úr líkum á að það fari óvænt í gang.
d. Geymið verkfæri sem ekki eru í notkun þar sem börn ná ekki til og leyfið ekki óvönum
að nota verkfærið. Verkfæri eru hættuleg í höndum óþjálfaðra.
e. Haldið verkfærum vel við. Athugið reglulega hvort hlutar þess hafi skekkst eða
skemmst, eða hvort það sé skemmt á nokkurn annan hátt sem gæti orðið til þess að
það virki ekki sem skyldi. Ef það er skemmt þarf að láta gera við það áður en það er notað.
Mörg slysa má rekja til slælegs viðhalds.
f. Haldið verkfærum sem notuð eru til skurðar beittum og hreinum. Hnífar og blöð sem
haldið er beittum eru ólíklegri til að standa á sér og láta betur að stjórn.
g. Notið verkfærið, fylgihluti, skrúfbita og annað í samræmi við leiðbeiningar og á
tilætlaðan hátt í hverju tilviki fyrir sig. Takið alltaf tillit til aðstæðna og verkefnis. Notkun
verkfærisins í öðrum en tilætluðum tilgangi eykur slysahættu.
h. Hafðu handföng og grip þurr, hrein og laus við olíu eða smurningu. Sleip handföng og
grip koma í veg fyrir örugga notkun og stjórn á verkfærinu í óvæntum aðstæðum.
Notkun og umhirða rafhlöðu
a. Notið aðeins hleðslutæki sem samþykkt er af framleiðanda. Hleðslutæki sem hentar
einni rafhlöðu gæti valdið eldhættu ef notað með annarri rafhlöðu.
b. Notið aðeins rafhlöður sem ætlaðar eru þessu verkfæri. Ef notaðar eru aðrar rafhlöður
getur skapast slysa- og eldhætta.
c. Þegar rafhlöðurnar eru ekki í notkun ætti að geyma þær fjarri öðrum málmhlutum
eins og bréfaklemmum, smámynt, lyklum, nöglum, skrúfum og öðrum smáhlutum úr
málmi sem geta leitt straum. Skammhlaup í rafhlöðunum getur valdið brunasárum eða
eldhættu.
d. Við slæma meðhöndlun gæti rafhlaðan lekið. Snertið ekki vökvann. Ef vökvinn kemst í
snertingu við húð á að skola með vatni. Ef vökvinn berst í augu þarf að leita læknis. Vökvi
sem lekur úr rafhlöðu getur valdið óþægindum eða bruna.
e. Ekki nota rafhlöðupakka eða verkfæri sem er skemmt eða breytt. Skemmdar eða
breyttar rafhlöður geta sýnt ófyrirsjáanlega hegðun sem leiðir til elds, sprengingar eða
hættu á meiðslum.
f. Ekki láta rafhlöðupakka eða tól verða fyrir eldi eða of miklum hita. Nálægð við eld eða
hita yfir 130 °C getur valdið sprengingu.
g. Fylgdu öllum hleðsluleiðbeiningum og ekki hlaða rafhlöðupakkann eða verkfærið
utan hitastigssviðsins sem tilgreint er í leiðbeiningunum. Hleðsla á rangan hátt eða við
hitastig utan tilgreinds sviðs getur skemmt rafhlöðuna og aukið eldhættu.
Viðhaldsþjónusta
a. Nýtið ykkur aðstoð fagmanns sem notar upprunalega varahluti, til að gera við
verkfærið.
Það tryggir viðvarandi öryggi verkfærisins.
b. Aldrei þjónusta skemmdum rafhlöðupökkum. Einungis framleiðandinn eða viðurkenndir
þjónustuveitendur skulu annast rafhlöðupakka.
SÉRTÆKAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Öryggisviðvaranir fyrir bor- og skrúfvélar
1. Öryggisleiðbeiningar fyrir alla notkun
a. Notaðu eyrnahlífar við höggborun. Útsetning fyrir hávaða getur valdið heyrnarskerðingu.
47

Werbung

loading

Diese Anleitung auch für:

P2202