Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

Íslenska; Notkunarleiðbeiningar - IKEA NYMANE Montageanleitung

Vorschau ausblenden Andere Handbücher für NYMANE:
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 6
Íslenska
Hleðslueiginleikar
• Þráðlaus Qi-hleðsla.
• Styður Qi 1.2.4BPP tækniforskrift.
• Vaktar hitastig og orku í öryggisskyni.
• LED stöðuvísir.
• USB-C passar PD 3.0 staðli
• USB-C í USB-A millistykki innifalið.
Notkunarleiðbeiningar
• Fyrir þráðlausa hleðslu þarf að setja tækið ofan
á plúsmerkið (+) á hleðslutækinu. Tækið þarf að
setja beint ofan á plúsmerkið (+) á hleðslutækinu
til að hleðslan gangi sem best fyrir sig. Athugaðu
að á sumum tækjum þarf að virkja þráðlausa
hleðslu í stillingum.
• Ef rafhlaðan er alveg tóm gæti það tekið nokkrar
mínútur að hefja hleðslu. Það er eðlilegt. Þú sérð
að hleðslan byrjar um leið og rafhlöðutáknið
birtist á tækinu þínu.
• Notaðu aðeins USB-snúru sem mælt er með til að
hlaða tækið og skiptu út ónýtum eða gölluðum
snúrum um leið.
• Gættu þess að lengdin á USB-snúrunni sé ekki
meiri en mælt er með fyrir tækið.
LED stöðuvísir (sjá myndir):
1. Kveikt: LED ljós lýsir í þrjár sekúndur.
2. Hleður sig: Kveikt er á LED ljósi.
3. Hleðslu lokið: Slökkt á LED ljósi.
4. Villa: LED ljós blikkar.
Gott að vita
• Tæki getu hitnað á meðan hleðslu stendur. Það er
fullkomlega eðlilegt, þau kólna eftir að hafa náð
fullri hleðslu.
• Hleðslutími er mismunandi, hann fer eftir
afkastagetu rafhlöðu, hleðslustigi, aldri
rafhlöðunnar og hitastigi umhverfisins sem
hleðslan fer fram í.
• Lengd USB-snúrunnar og gæði hefur áhrif á
hleðsluhraða og afköst.
• Hitastig við geymslu: -20°C til 25°C.
• Hitastig við hleðslu: 0°C til 40°C
• Taktu hleðslutækið úr sambandi fyrir þrif og þegar
það er ekki í notkun.
• Þurrkaðu af hleðslutækinu með rökum klút. Ekki
setja hleðslutækið í vatn.
Athugaðu!
Ekki nota hrjúf áhöld eða sterk hreinsiefni þar sem
það gæti skaðað vöruna.
Varúðarráðstafanir og tæknilegar upplýsingar má
sjá á bakhlið hleðslutækisins.
Geymdu leiðbeiningarnar.
VIÐVÖRUN:
• Aðeins hægt að hlaða tæki sem virka með Qi-
hleðslu.
• Vegginnstungan ætti að vera nálægt búnaðinum
og aðgengileg.
• Notaðu aðeins í þurru umhverfi.
• Eftirlit ætti að vera með börnum, til að tryggja að
þau leiki sér ekki með vöruna.
• Ekki nota skemmda eða gallaða USB-snúru til að
hlaða, þar sem það gæti skemmt vöruna og verið
skaðlegt tækinu.
Viðhald
Ekki reyna að gera við vöruna sjálf/ur. Með því að
opna eða fjarlæga hlífar getur þú komist í snertingu
við rafstrauma eða aðra hættu.
Reglugerð um fjarskiptatíðni
Samkvæmt reglugerð um fjarskiptatíðni ætti
notandinn ekki að vera í minna en 10 cm fjarlægð
frá tækinu við hefðbundna notkun.
14

Quicklinks ausblenden:

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis