Herunterladen Diese Seite drucken

IKEA LATTJO Bedienungsanleitung Seite 6

Stapelspiel

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 2
ÍSLENSKA
LATTJO Það er leikur að stafla
Fjöldi leikmanna:
1-6
Innihald:
54 kubbar, 1 teningur
Markmið leiksins:
Að byggja sem hæstan turn án þess að hann hrynji.
Hvernig á að spila:
Það eru tvær leiðir til að spila leikinn:
1. Með teningi - kastaðu teningnum og fjarlægðu kubb í sama lit og
kemur upp á teningnum.
2. Án tenings - fjarlægðu hvaða kubb sem er.
Byggðu turn á flötu og traustu yfirborði með því að setja þrjá kubba
á hverja hæð, þar sem kubbunum er raðað hlið við hlið, alltaf þvert á
næstu hæð fyrir neðan.
Einn leikmaður byggir turninn og byrjar. Leikurinn heldur áfram
réttsælis. Fjarlægið hvern kubb gætilega, úr þeim hæðum sem eru
fyrir neðan efstu hæðina sem enn er samsett úr þremur kubbum.
Setjið kubbinn efst á turninn. Efsta hæðin verður að vera komin með
þrjá kubba til að hægt sé að byggja ofan á hana. Leikmenn skiptast á
að fjarlægja kubba og byggja turninn þangað til turninn fellur.
Hver leikmaður má aðeins nota eina hendi til að fjarlægja kubb.
Athugið! Á meðan leik stendur mun þyngd turnsins færast til. Sumir
kubbar verða lausari en aðrir og auðveldara verður að fjarlægja þá.
Það er leyfilegt að snerta nokkra kubba til að finna lausan kubb - en
ef kubbur er hreyfður verður að setja hann aftur á sinn stað áður en
leikmaður getur fjarlægt annan kubb.
© Inter IKEA Systems B.V. 2015
Að vinna leikinn:
Sá leikmaður sem hreyfir síðsta kubbinn án þess að turninn hrynji
vinnur. Sá leikmaður sem veldur því að turninn hrynji byggir turninn
fyrir næstu umferð.
AA-1570641-1

Werbung

loading