Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

VITRA eames radio Bedienungsanleitung Seite 262

Charles & ray eames 1946
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 22
IS
REGLUFYLGNI
Vitra lýsir því yfir að þessi þráðlausi fjarskiptabúnaður er í samræmi við tilskipun
2014/53/ESB. Heildartexta hennar er að finna á eftirfarandi veffangi: http://
ec.europa.eu/growth/sectors/electrical-engineering/red-directive_en
ÖRYGGISVIÐVARANIR
• Ekki nota þetta útvarp nálægt vatni
• Ekki fjarlægja skrúfur eða hluta af ytra byrðinu
• Notið eingöngu aflgjafann sem fylgir með
• Komið í veg fyrir að smáhlutir og vökvi komist inn í vöruna
• Ekki reyna að nota þetta útvarp við hitastig sem er hærra eða lægra en
0 °C–40 °C.
TÆKNIAÐSTOÐ
Ef vandræði koma upp við notkun á vörunni skal leita ráða í kaflanum um
bilanagreiningu á síðu 19 í þessari eigandahandbók.
Að öðrum kosti skal hringja í tækniaðstoð Revo í síma:
01555 666161 (Bretland)
+ 44 1555 666161 (utan Bretlands)
Einnig er hægt að senda tölvupóst á support@revo.co.uk
Öllum öðrum fyrirspurnum skal beina til service@vitra.com eða leita ráða á
www.vitra.com/contact/contact-product-service
UPPLÝSINGAR UM
UMHVERFISMÁL
LEIÐBEININGAR UM FÖRGUN VÖRU (TILSKIPUN UM RAF- OG
RAFEINDABÚNAÐARÚRGANG)
Táknið sem sýnt er hér og er á vörunni þýðir að varan sé flokkuð sem raf- eða
rafeindabúnaður og ætti ekki að farga með öðrum heimilis- eða verslunarúrgangi
við lok endingartíma.
Tilskipun um raf- og rafeindabúnaðarúrgang (2002/96/EB) er ætlað að stuðla að
því að allra besta endurheimtar- og endurvinnslutækni sé notuð til að endurvinna
vörur, til að lágmarka umhverfisáhrif, meðhöndla hættuleg efni og forðast að auka
það magn úrgangs sem er urðað.
Hafið samband við staðaryfirvöld eða söluaðila þar sem varan var keypt til að fá
frekari upplýsingar.
02
FYLGNI VIÐ TILSKIPUN UM TAKMARKANIR Á HÆTTULEGUM EFNUM
Þessi vara var hönnuð til að fylgja alþjóðlegum tilskipunum um takmarkanir á
hættulegum efnum.
ÁBYRGÐ
Vitra Factory ábyrgist það gagnvart notanda að þessi vara verði án efnis- og
smíðagalla við hefðbundna notkun í tvö ár frá kaupdegi.
Undir þessa ábyrgð falla bilanir vegna framleiðslugalla og hún á ekki við um
tilvik eins og skemmdir vegna óhappa, almennt slit og álag, vanrækslu notanda,
breytingar eða viðgerðir sem ekki eru heimilaðar af Vitra Factory.
HÖFUNDARRÉTTUR OG
VIÐURKENNINGAR
Höfundarréttur 2018 Vitra Factory. Allur réttur áskilinn.
Ekki er heimilt að afrita, dreifa, senda eða umskrifa neinn hluta þessa rits án
leyfis frá Vitra Factory.
VITRA og Eames Radio eru vörumerki eða skrásett vörumerki Vitra Factory.
Orðmerki og myndmerki Bluetooth® eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG,
Inc. og hvers kyns notkun á slíkum merkjum er samkvæmt leyfi. Qualcomm
er vörumerki Qualcomm Incorporated, sem skráð er í Bandaríkjunum og
öðrum löndum, og er notað með leyfi þess. aptX® er vörumerki Qualcomm
Technologies International Ltd, sem skráð er í Bandaríkjunum og öðrum löndum,
og er notað með leyfi þess.
FYRIRVARI
Vitra Factory setur ekki fram neina yfirlýsingu eða ábyrgð hvað varðar innihald
þessa rits og afsalar sér sérstaklega hvers kyns óbeinni ábyrgð á söluhæfni
og notagildi í ákveðnum tilgangi. Enn fremur áskilur Vitra Factory sér rétt til að
gera breytingar á þessu riti endrum og eins án þess að tilkynna einstaklingum
eða fyrirtækjum um slíkt.
Vitra Factory, Charles-Eames-Strasse 2, 79576 Weil am Rhein, Þýskalandi.
www.vitra.com

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis